Handbolti

Patrekur: Nokkrir dómar skrýtnir

Gabríel Sighvatsson skrifar
Auk þess að þjálfa austurríska landsliðið er Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss í Olís-deild karla.
Auk þess að þjálfa austurríska landsliðið er Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss í Olís-deild karla. vísir/eyþór
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur með úrslit kvöldsins, en hans menn töpuðu 30-31 fyrir ÍBV í Vallaskóla.

„Manni líður alltaf illa eftir tap en ég er ánægður með frammistöðuna og baráttuna. Við vorum alveg á fullu og vorum inni í þessum leik.“

Patrekur setti út á frammistöðu dómaranna og það er hægt að segja að það hafi hallað aðeins á heimamenn í dag.

„Maður þarf bara að kíkja á þetta, mér fannst nokkrir dómar skrýtnir. Eyjamenn eru frábærir og eru með nokkra einstaklinga sem geta skorað mörk upp úr engu. Við hefðum kannski átt eitt stig skilið og svekkjandi að ná því ekki, en ég er mjög ánægður með hvernig við lögðum okkir allir í þennan leik.“

„Mér fannst dómararnir virka pínu þreyttir. Þeir voru að dæma í gær og ég held það sé mikið álag á dómurunum. Þetta eru fínir dómarar en þeir virkuðu frekar þreyttir. Kannski hallaði á bæði lið en mér fannst nokkrir dómar mjög skrítnir. Ég kíki á þetta eftir leik, það er álag á þeim eins og okkur.“

Elvar Örn Jónsson var ekki með Selfossi í dag og sagði Patrekur að liðsheildin væri mjög sterk en það hafi samt munað um hann.

„Elvar Örn er frábær leikmaður og það vita það allir. Það hefði verið gott að hafa hann og Guðna sem er líka meiddur. Strákarnir stóðu sig vel, þetta er sterk liðsheild og við sýndum það í dag, þetta hefði alveg getað dottið með okkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×