Akstursglaðir þingmenn skikkaðir á bílaleigubíla Sveinn Arnarsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Ekki er gerður greinarmunur á bifreiðum. vísir/pjetur Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Greitt er sama akstursgjald til allra þingmanna óháð því hvort þeir keyra um á stórum dísilknúnum jeppum eða rafbílum þrátt fyrir að mun ódýrara sé að reka rafbíla en bíla sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti. Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir reglurnar koma úr fjármálaráðuneytinu og þingið breyti þeim ekki. „Við gerum engan greinarmun á því hvers konar bifreiðar þingmenn nota. Við höfum reglur ferðakostnaðarnefndar og fylgjum þeim viðmiðum. Við tökum ekki sjálfstæðar ákvarðanir með þær,“ segir Karl. Sigríður Vilhjálmsdóttir, ritari ferðakostnaðarnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að það hafi ekki komið til tals í nefndinni að rafbílar þyrftu ekki svo háar upphæðir vegna aksturs. Ekki sé gerður greinarmunur á gerðum bíla hvað það varðar. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá sundurliðað hjá Alþingi eftir þingmönnum hversu mikið þingmenn aki á eigin bifreiðum á ári og hvað þeir fái greitt vegna þess. Alþingi hefur ekki orðið við þeirri ósk og ber fyrir sig að þar sé um trúnaðarupplýsingar að ræða. Fram kemur í 6. grein reglna um ferðakostnað þingmanna um tilhögun á greiðslu ferðakostnaðar að ef alþingismaður þarf að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa þingsins leggur til. Þingið greiðir allan rekstrarkostnað bifreiðarinnar. Þessi klausa kom inn í starfsreglurnar í upphafi þessa árs. Karl Magnús segist ekki vita á þessari stundu hversu margir þingmenn falli undir þetta ákvæði. Ákvæðið hafi ekki verið notað áður. „Ég get ekki tjáð mig um málið nema að öðru leyti en því að þessi málsgrein verður virkjuð á næstu vikum. Ég hef ekki upplýsingar um hversu margir, ef einhverjir, aki meira en 15 þúsund kílómetra á ári en það mun koma í ljós,“ segir Karl Magnús.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00
Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. 1. nóvember 2017 22:31