Ekki farinn að leggja mig í hádeginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 07:00 Tryggvi Snær Hlinason sést hér í kynningarmyndatöku fyrir Euroleague tímabilið. Vísir/Getty „Þetta er mjög stórt skref og það má segja að þetta sé næststærsta deildin á eftir NBA-deildinni,“ segir Tryggvi Snær Hlinason sem var bæði búinn að spila í spænsku deildinni og Euroleague fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn í lok síðasta mánaðar. Þegar Fréttablaðið náði í strákinn þá var hann á heimleið frá Tyrklandi þar sem Valencia liðið spilaði Euroleague-leik í síðustu viku. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Erfitt og skemmtilegt. Það erfiðasta er að koma inn í allt annað samfélag. Fara úr því eðlilega og vera kominn frá öllu,“ segir Tryggvi sem er alinn upp í Svartárkoti sem er innsti bær í Bárðardal, í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá næsta þéttbýli.Lítið um frítíma Það hefur verið nóg að gera hjá Tryggva síðan að hann kom út til Spánar en hann æfir vanalega tvisvar á dag. Hann fær líka einkaæfingar. „Það er mjög lítið um frítíma en það er fínt. Það er búið að vera mjög mikið af leikjum. Við náðum að spila fimm leiki á tíu dögum,“ segir Tryggvi. Hann hefur verið í liðinu og fengið að spila í einhverjum leikjum. „Ég er rétt svo búinn að prufa að fara inná. Alltaf þegar maður fer inná þá græðir maður helling á því. Maður veit alltaf betur hvað maður er og hvar maður þarf að bæta sig. Ég reyni að nýta mér allar æfingar til að bæta mig á þeim sviðum,“ segir Tryggvi. „Fyrst var maður svolítið stressaður en ég myndi segja að stressið væri orðið mjög lítið núna. Á sama tíma veit ég hvar ég stend. Ég er nýr og ég er ungur og þannig séð bara lélegur ennþá. Ég þarf bara að bæta mig og verða nógu góður til þess að fá að vera þarna inná,“ segir Tryggvi. Hann fékk ekki mikinn tíma eftir Eurobasket í haust. „Ég skrapp heim í einhverja tvo daga. Fór norður og naut þess í botn í smástund. Síðan var ég farin til Spánar,“ segir Tryggvi en saknar hann ekki Íslands og sérstaklega Bárðardalsins.Vísir/GettyFrábær staður fyrir fyrstu skrefin „Það er alltaf einhver heimþrá. Mér líður bara mjög vel hérna og liðið er frábært. Liðsandinn er svo góður að mér líður vel í liðinu. Það eru allir brosandi, hlæjandi og til í að gera grín. Þetta er frábær staður fyrir mig til að taka fyrstu skrefin,“ segir Tryggvi en hvað með spænska fasið hvernig fer það í okkar mann. „Það er svolítið þreytandi hvað þeir eru lengi að öllu en það venst bara. Þetta er gott fólk en ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að leggja mig í hádeginu. Þessi kúltur hér er þannig að fólk er ekki að flýta sér og matartíminn er langur. Á Íslandi snýst þetta miklu frekar um að klára sitt og snúa sér síðan að næsta verki,“ segir Tryggvi. Hann er aðeins á undan áætlun.Þetta var ekki planið „Ég er mikið í liðinu. Vegna meiðsla og slíks þá er ég búinn að vera í liðinu síðan ég kom. Það var ekki planið. Planið var að æfa eins og enginn væri morgundagurinn og bæta mig eins hratt og ég gæti. Ég er búinn að vera í liðinu og að ferðast í alla útileikina. Ég er því búinn að fá öðruvísi reynslu en ég ætlaði mér. Það er bara snilld,“ segir Tryggvi og það er mikið sem hann þarf að læra. „Ég reyni að taka við öllu sem ég get lært. Lykilinn er að vita hvar þú ert og vita í hvaða skrefi þú ert. Akkúrat núna þá veit ég að ég er á geggjuðum stað og ég þarf bara að verða betri til að fá spilatíma. Á meðan ég finn að ég er að bæta mig helling og er á réttum stað til þess að gera það þá þýðir ekkert annað en að brosa og halda áfram,“ segir Tryggvi.Vísir/GettyNBA-deildin að banka á dyrnar? Tryggvi er ofarlega á mörgum listum yfir þá Evrópumenn sem eru líklegastir til að verða valdir í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. „Ég reyni að hugsa lítið út í það. Þetta er meira það sem umbinn minn sér um. Ef honum finnst sniðugt að ég bjóði mig fram í NBA-nýliðavalinu þá mun ég gera það. Ég treysti honum til að taka þetta val með mér. Þetta er eitthvað sem við munum ræða þegar sá tími nálgast. Ég er ennþá bara að koma mér fyrir í Valencia og ætla bara að einbeita mér að því núna. Það er aftur á móti alltaf skemmtilegt að fá svona góðar fréttir,“ segir Tryggvi.Vísir/Getty Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Þetta er mjög stórt skref og það má segja að þetta sé næststærsta deildin á eftir NBA-deildinni,“ segir Tryggvi Snær Hlinason sem var bæði búinn að spila í spænsku deildinni og Euroleague fyrir tuttugu ára afmælisdaginn sinn í lok síðasta mánaðar. Þegar Fréttablaðið náði í strákinn þá var hann á heimleið frá Tyrklandi þar sem Valencia liðið spilaði Euroleague-leik í síðustu viku. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Erfitt og skemmtilegt. Það erfiðasta er að koma inn í allt annað samfélag. Fara úr því eðlilega og vera kominn frá öllu,“ segir Tryggvi sem er alinn upp í Svartárkoti sem er innsti bær í Bárðardal, í 400 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá næsta þéttbýli.Lítið um frítíma Það hefur verið nóg að gera hjá Tryggva síðan að hann kom út til Spánar en hann æfir vanalega tvisvar á dag. Hann fær líka einkaæfingar. „Það er mjög lítið um frítíma en það er fínt. Það er búið að vera mjög mikið af leikjum. Við náðum að spila fimm leiki á tíu dögum,“ segir Tryggvi. Hann hefur verið í liðinu og fengið að spila í einhverjum leikjum. „Ég er rétt svo búinn að prufa að fara inná. Alltaf þegar maður fer inná þá græðir maður helling á því. Maður veit alltaf betur hvað maður er og hvar maður þarf að bæta sig. Ég reyni að nýta mér allar æfingar til að bæta mig á þeim sviðum,“ segir Tryggvi. „Fyrst var maður svolítið stressaður en ég myndi segja að stressið væri orðið mjög lítið núna. Á sama tíma veit ég hvar ég stend. Ég er nýr og ég er ungur og þannig séð bara lélegur ennþá. Ég þarf bara að bæta mig og verða nógu góður til þess að fá að vera þarna inná,“ segir Tryggvi. Hann fékk ekki mikinn tíma eftir Eurobasket í haust. „Ég skrapp heim í einhverja tvo daga. Fór norður og naut þess í botn í smástund. Síðan var ég farin til Spánar,“ segir Tryggvi en saknar hann ekki Íslands og sérstaklega Bárðardalsins.Vísir/GettyFrábær staður fyrir fyrstu skrefin „Það er alltaf einhver heimþrá. Mér líður bara mjög vel hérna og liðið er frábært. Liðsandinn er svo góður að mér líður vel í liðinu. Það eru allir brosandi, hlæjandi og til í að gera grín. Þetta er frábær staður fyrir mig til að taka fyrstu skrefin,“ segir Tryggvi en hvað með spænska fasið hvernig fer það í okkar mann. „Það er svolítið þreytandi hvað þeir eru lengi að öllu en það venst bara. Þetta er gott fólk en ég get ekki sagt að ég sé byrjaður að leggja mig í hádeginu. Þessi kúltur hér er þannig að fólk er ekki að flýta sér og matartíminn er langur. Á Íslandi snýst þetta miklu frekar um að klára sitt og snúa sér síðan að næsta verki,“ segir Tryggvi. Hann er aðeins á undan áætlun.Þetta var ekki planið „Ég er mikið í liðinu. Vegna meiðsla og slíks þá er ég búinn að vera í liðinu síðan ég kom. Það var ekki planið. Planið var að æfa eins og enginn væri morgundagurinn og bæta mig eins hratt og ég gæti. Ég er búinn að vera í liðinu og að ferðast í alla útileikina. Ég er því búinn að fá öðruvísi reynslu en ég ætlaði mér. Það er bara snilld,“ segir Tryggvi og það er mikið sem hann þarf að læra. „Ég reyni að taka við öllu sem ég get lært. Lykilinn er að vita hvar þú ert og vita í hvaða skrefi þú ert. Akkúrat núna þá veit ég að ég er á geggjuðum stað og ég þarf bara að verða betri til að fá spilatíma. Á meðan ég finn að ég er að bæta mig helling og er á réttum stað til þess að gera það þá þýðir ekkert annað en að brosa og halda áfram,“ segir Tryggvi.Vísir/GettyNBA-deildin að banka á dyrnar? Tryggvi er ofarlega á mörgum listum yfir þá Evrópumenn sem eru líklegastir til að verða valdir í nýliðavali NBA-deildarinnar næsta sumar. „Ég reyni að hugsa lítið út í það. Þetta er meira það sem umbinn minn sér um. Ef honum finnst sniðugt að ég bjóði mig fram í NBA-nýliðavalinu þá mun ég gera það. Ég treysti honum til að taka þetta val með mér. Þetta er eitthvað sem við munum ræða þegar sá tími nálgast. Ég er ennþá bara að koma mér fyrir í Valencia og ætla bara að einbeita mér að því núna. Það er aftur á móti alltaf skemmtilegt að fá svona góðar fréttir,“ segir Tryggvi.Vísir/Getty
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira