Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 13:30 Fundurinn í Norræna húsinu hefst klukkan 14. Vísir Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. Nefndin var skipuð af forstjóri Landspítala og rektors Háskóla Íslands á síðasta ári. Er henni ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítalanum í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var nefndinni ætlað að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í Háskóla Íslands sumarið 2012. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar en tveir íslenskir sérfræðilæknar sitja í nefndinni ásamt Páli.Fundurinn verður í beinni útsendingu auk þess sem að helstu atriðum verður lýst í beinni textalýsingu hér að neðan. Málið má rekja til barkaíðgræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Andemariam lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina en að meðferð Beyene komu tveir íslenskir læknar, Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að Óskar Einarsson hafi komið að aðgerðinni á Andemariam Beyene. Það er ekki rétt, hann tók hins vegar þátt í meðferð Beyene á Landspítalanum.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15 Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18 Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Páll, María og Georg skipuð í óháða rannsóknarnefnd vegna plastbarkamálsins Háskóli Íslands og Landspítali hafa skipað nefnd óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu svokallaða. 2. nóvember 2016 11:15
Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Opinber siðanefnd í Svíþjóð hvetur fagtímarit til að draga sex greinar Paolo Macchiarini til baka. 31. október 2017 13:18
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13