Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 13:58 Birgir Jakobsson, landlæknir, var forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins þegar barkaígræðslan var framkvæmd á Eritríumanninum Andemariam Beyene. Hann segir öllum hafa verið ljóst að um var að ræða tilraunaaðgerð fyrir mann sem átti engra kosta völ. „Það var öllum ljóst að þetta var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir í samtali við Vísi um barkaígræðslurnar sem framkvæmdar voru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar.Paolo Macchiarini.Vísir/EPAFalsaði niðurstöður Það var ítalski læknirinn Paolo Macchiarini sem þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Eritríumaðurinn Andemariam Beyene. Það var árið 2011 en Andemariam hafði frá árinu 2009 verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Eftir að hann kom til landsins greindist hann með krabbamein og fór í gegnum meðferð við því á Íslandi. Tómas Guðbjartsson læknir hafði milligöngu um för Andemariam til Stokkhólms og var Tómas jafnframt beðinn um að taka þátt í aðgerðinni árið 2011 en hann lést þremur árum síðar á Karolinska sjúkrahúsinu. Tómas og Óskar Einarsson voru einnig titlaðir sem meðhöfundar að grein Macchiarini sem fjallaði um barkaígræðsluna og birtist í læknatímaritinu Lancet.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Tómasi og Óskari vegna málsins Í fyrra kom í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð og var í kjölfarið kærður. Einnig kom í ljós að atriði í grein hans samræmdust ekki sjúkraskrám Andemariam. Fékk Karolinska utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að sá ítalski hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum.Fékk þrjú ár til viðbótar Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins á árunum 2007 til 2014 og var því yfir sjúkrahúsinu þegar aðgerðin var framkvæmd á Andemariam. Hann var hins vegar ekki yfir Karolinska háskólanum, eða Karolinska Institute, sem er önnur stofnun sem vinnur náið með háskólasjúkrahúsinu. Hann segir öllum hafa verið það ljóst að aðgerðina á Andemariam var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ. Í staðinn hafi Andemariam fengið þrjú ár til viðbótar í stað þess að eiga nokkrar vikur eða mánuði ólifaða. „Mér skildist að hann hafi allavega fengið þrjú ár á lífi eftir þetta. Þetta var metið og gerður samningur hérna á milli Karolinska og sjúkrahússins um það hvernig þetta yrði gert og greitt fyrir það og Karolinska tók mikinn kostnað á sig við þetta líka. En þetta var gert að því er ég best veit með fullu samþykki sjúklings um að hann ætti engra kosta völ og lækni hans hér á Íslandi,“ segir Birgir.Ámælið eru falsaðar niðurstöður Hann segir málið hafa undið upp á sig en þetta var aðgerð sem ekki hafði verið framkvæmd áður á mönnum. „Háskólasjúkrahús hafa þetta hlutverk og og þá gildir að fylgja því mjög vel eftir og ef það gengur ekki eins og var ætlað þá þarf að hætta því og það gerðum við hjá sjúkrahúsinu. Hins vegar hefur Karolinska Institute haldið áfram einhverju samstarfi við Macchiarini og það hefur valdið þessum úlfaþyt núna.“ Birgir segist ekki vita hvort Ítalinn hafi haft leyfi siðanefndar þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Andermariam en það hafi hins vegar verið þróunaraðgerð, ekki vísindastarf. „Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“ Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
„Það var öllum ljóst að þetta var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir í samtali við Vísi um barkaígræðslurnar sem framkvæmdar voru á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sænski fréttaskýringaþátturinn Uppdrag granskning fjallaði um málið í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi en var haft eftir belgískum skurðlækni að barkaígræðslurnar séu einhverjar mestu lygar læknasögunnar.Paolo Macchiarini.Vísir/EPAFalsaði niðurstöður Það var ítalski læknirinn Paolo Macchiarini sem þróaði aðferðina sem felst í því að skipta út barka fólks með gervibarka úr plasti. Sá fyrsti sem gekkst undir hnífinn hjá Macchirini var Eritríumaðurinn Andemariam Beyene. Það var árið 2011 en Andemariam hafði frá árinu 2009 verið við nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Eftir að hann kom til landsins greindist hann með krabbamein og fór í gegnum meðferð við því á Íslandi. Tómas Guðbjartsson læknir hafði milligöngu um för Andemariam til Stokkhólms og var Tómas jafnframt beðinn um að taka þátt í aðgerðinni árið 2011 en hann lést þremur árum síðar á Karolinska sjúkrahúsinu. Tómas og Óskar Einarsson voru einnig titlaðir sem meðhöfundar að grein Macchiarini sem fjallaði um barkaígræðsluna og birtist í læknatímaritinu Lancet.Sjá einnig:Yfirlýsing frá Tómasi og Óskari vegna málsins Í fyrra kom í ljós að Macchiarini hafði ekki sótt um leyfi hjá siðanefnd lækna í Svíþjóð og var í kjölfarið kærður. Einnig kom í ljós að atriði í grein hans samræmdust ekki sjúkraskrám Andemariam. Fékk Karolinska utanaðkomandi sérfræðing til að fara yfir málið og komst hann að þeirri niðurstöðu að sá ítalski hefði falsað niðurstöður aðgerða sinna í nokkrum greinum.Fékk þrjú ár til viðbótar Birgir Jakobsson var forstjóri Karolinska háskólasjúkrahússins á árunum 2007 til 2014 og var því yfir sjúkrahúsinu þegar aðgerðin var framkvæmd á Andemariam. Hann var hins vegar ekki yfir Karolinska háskólanum, eða Karolinska Institute, sem er önnur stofnun sem vinnur náið með háskólasjúkrahúsinu. Hann segir öllum hafa verið það ljóst að aðgerðina á Andemariam var tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ. Í staðinn hafi Andemariam fengið þrjú ár til viðbótar í stað þess að eiga nokkrar vikur eða mánuði ólifaða. „Mér skildist að hann hafi allavega fengið þrjú ár á lífi eftir þetta. Þetta var metið og gerður samningur hérna á milli Karolinska og sjúkrahússins um það hvernig þetta yrði gert og greitt fyrir það og Karolinska tók mikinn kostnað á sig við þetta líka. En þetta var gert að því er ég best veit með fullu samþykki sjúklings um að hann ætti engra kosta völ og lækni hans hér á Íslandi,“ segir Birgir.Ámælið eru falsaðar niðurstöður Hann segir málið hafa undið upp á sig en þetta var aðgerð sem ekki hafði verið framkvæmd áður á mönnum. „Háskólasjúkrahús hafa þetta hlutverk og og þá gildir að fylgja því mjög vel eftir og ef það gengur ekki eins og var ætlað þá þarf að hætta því og það gerðum við hjá sjúkrahúsinu. Hins vegar hefur Karolinska Institute haldið áfram einhverju samstarfi við Macchiarini og það hefur valdið þessum úlfaþyt núna.“ Birgir segist ekki vita hvort Ítalinn hafi haft leyfi siðanefndar þegar hann framkvæmdi aðgerðina á Andermariam en það hafi hins vegar verið þróunaraðgerð, ekki vísindastarf. „Ámælið er það að hafa birt greinar eftir þessar aðgerðir sem hann gerði sem gefa í skyn að þetta hafi gengið allt vel.“
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Sjá meira
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Fjórir af átta sjúklingum látnir Saksóknari í Svíþjóð hefur til rannsóknar skurðaðgerð sem Tómas Guðbjartsson tengist. Grein um aðgerðina er sögð ein mesta lygi læknasögunnar. 27. maí 2015 22:30