Næstum því hundrað stiga leikur hjá Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 19:15 James Harden. Vísir/Getty James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, bauð upp á magnaða og sögulega frammistöðu í NBA-deildinni síðustu nótt. Það var ekki nóg með að þessi mikli skoraði 56 stig í 137-110 sigri á Utah Jazz heldur fann hann einnig leið til að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma. Hann var aðeins annar leikmaður NBA-sögunnar sem nær að gefa þrettán stoðsendingar á sama tíma og hann kemst yfir 50 stiga múrinn. Harden hitti úr 19 af 25 skotum sínum þar af 7 af 8 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Með öðrum orðum þá fór allt ofan í hjá honum. Harden hefði kannski viljað skora eina körfu til viðbótar því félagsmetið hjá Houston Rockets á Calvin Murphy en það er 57 stig. Harden tekur það kannski seinna. Þetta var sjötti 50-stiga leikur Harden á NBA-ferlinum. Sú tölfræði sem vakti þó mesta athygli er að Harden var nálægt því að búa til hundrað stig fyrir Houston Rockets liðið í leiknum. Alls kom hann að 91 stigi í leiknum sem er þriðja mesta í einum leik í NBA-sögunni.James Harden scored or assisted on 91 points on Sunday, the third-highest total in an NBA game pic.twitter.com/BaJkdiNgCE — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017 Metið á enn Wilt Chamberlain frá því í 100 stiga leiknum hans en hann gaf þá einnig tvær stoðsendingar og kom að 104 stigum. Harden á sjálfur annað sætið því hann kom að 95 stigum í sigri á New York Knicks á Gamlársdag 2016 en þá var hann með 53 stig og 17 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá James Harden frá því í þessum leik hans á móti Utah Jazz síðustu nótt. Þess má geta að samkvæmt tölfræðinni þá var Utah Jazz með þriðju bestu vörnina í deildinni fyrir leikinn. James Harden varð ennfremur fyrsti leikmaðurinn frá því að Michael Jordan gerði það árið 1987, sem nær að skora 55 stig með því að taka 25 eða færri skot. Jordan skoraði þá 58 stig en tók 25 skot.Most 50-Point Games - Rockets History James Harden 6 Hakeem Olajuwon 2 Moses Malone 2 Elvin Hayes 2 pic.twitter.com/kweLuY05Wk — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017James Harden: 3rd career game with 50 points and 10 assists, tied with Russell Westbrook for most within last 30 seasons pic.twitter.com/E4lY14bo5P — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 6, 2017
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira