Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Heimir Guðjósson, kóngurinn í Krikanum til áraraða, mun nú reyna að leggja Færeyjar að fótum sér. Vísir/Ernir „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Sjá meira
„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hugmyndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri.Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Færeyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim,“ segir Heimir. „Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verkefni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið.xxNýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætlaði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðlilega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara framtíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Sjá meira