Seinni bylgjan: ÍBV verður ekki Íslandsmeistari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 11:30 ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Eyjaliðið er nokkuð frábrugðið öðrum liðum í því að það er með þrjár gríðarlega sterkar skyttur sem spila fyrir framan vörnina bróðurpartinn úr flestum leikjum, Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert og Sigurberg Sveinsson. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir skytturnar þrjár í uppgjöri 8. umferðar í gær. Í leiknum á sunnudaginn var skorað 31 mark í ÍBV liðinu, en þessir þrír leikmenn gáfu aðeins fimm stoðsendingar, allir samanlagt. En er það eitthvað vandamál, eru þessir þrír ekki að spila til þess að skjóta? „Ég myndi nú segja að þeir voru svo aftarlega Selfyssingarnir að það var kannski bara meiri séns til að skjóta. Og kannski var Kári [Kristján Kristjánsson] ekki að leggja sig almennilega fram í að búa til færi fyrir sjálfan sig,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. 11 prósent marka ÍBV í leiknum voru úr horninu. Kári Kristján átti ekki skot á markið og önnur 11 prósent komu úr víti og hraðaupphlaupum. Restin, eða 78 prósent markanna, kom í gegnum skytturnar þrjár. Mun þessi handbolti færa þeim Íslandsmeistaratitilinn spurði Tómas Þór Þórðarson, en Eyjamönnum var spáð sigur í deildinni. „Nei,“ sagði Sigfús Sigurðsson einfaldlega. „Bæði Sigurbergur og Róbert kunna handbolta rosalega vel, og þegar mikið liggur undir þá geta þeir gefið boltann. En ef þeir eru að fara að spila svona, eins og leikurinn spilaðist í gær, þá verða þeir ekki Íslandsmeistarar.“ Umræðuna um skytturnar þrjár og Eyjaliðið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-31 | Teitur fékk rautt þegar ÍBV endaði sigurgöngu Selfssliðsins Eyjamenn enduðu þriggja leikja sigurgöngu Selfyssinga þegar þeir sóttu tvö stig á Selfoss í 8. umferð Olís- deildar karla í handbola. ÍBV vann 31-30 í miklum hitaleika og Eyjamenn hafa þar með ekki tapað í síðustu sex útileikjum sínum í deildinni. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fékk rautt spjald þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. 5. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
ÍBV vann slaginn um Suðurlandið í Olís deild karla þegar liðið mætti í Vallaskóla á Selfossi á sunnudag. Eyjaliðið er nokkuð frábrugðið öðrum liðum í því að það er með þrjár gríðarlega sterkar skyttur sem spila fyrir framan vörnina bróðurpartinn úr flestum leikjum, Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert og Sigurberg Sveinsson. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar fóru yfir skytturnar þrjár í uppgjöri 8. umferðar í gær. Í leiknum á sunnudaginn var skorað 31 mark í ÍBV liðinu, en þessir þrír leikmenn gáfu aðeins fimm stoðsendingar, allir samanlagt. En er það eitthvað vandamál, eru þessir þrír ekki að spila til þess að skjóta? „Ég myndi nú segja að þeir voru svo aftarlega Selfyssingarnir að það var kannski bara meiri séns til að skjóta. Og kannski var Kári [Kristján Kristjánsson] ekki að leggja sig almennilega fram í að búa til færi fyrir sjálfan sig,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. 11 prósent marka ÍBV í leiknum voru úr horninu. Kári Kristján átti ekki skot á markið og önnur 11 prósent komu úr víti og hraðaupphlaupum. Restin, eða 78 prósent markanna, kom í gegnum skytturnar þrjár. Mun þessi handbolti færa þeim Íslandsmeistaratitilinn spurði Tómas Þór Þórðarson, en Eyjamönnum var spáð sigur í deildinni. „Nei,“ sagði Sigfús Sigurðsson einfaldlega. „Bæði Sigurbergur og Róbert kunna handbolta rosalega vel, og þegar mikið liggur undir þá geta þeir gefið boltann. En ef þeir eru að fara að spila svona, eins og leikurinn spilaðist í gær, þá verða þeir ekki Íslandsmeistarar.“ Umræðuna um skytturnar þrjár og Eyjaliðið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-31 | Teitur fékk rautt þegar ÍBV endaði sigurgöngu Selfssliðsins Eyjamenn enduðu þriggja leikja sigurgöngu Selfyssinga þegar þeir sóttu tvö stig á Selfoss í 8. umferð Olís- deildar karla í handbola. ÍBV vann 31-30 í miklum hitaleika og Eyjamenn hafa þar með ekki tapað í síðustu sex útileikjum sínum í deildinni. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fékk rautt spjald þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. 5. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-31 | Teitur fékk rautt þegar ÍBV endaði sigurgöngu Selfssliðsins Eyjamenn enduðu þriggja leikja sigurgöngu Selfyssinga þegar þeir sóttu tvö stig á Selfoss í 8. umferð Olís- deildar karla í handbola. ÍBV vann 31-30 í miklum hitaleika og Eyjamenn hafa þar með ekki tapað í síðustu sex útileikjum sínum í deildinni. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fékk rautt spjald þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. 5. nóvember 2017 19:15