Viðskipti innlent

Útgáfufélagið Heimur tapaði 32 milljónum í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hætti sem framkvæmdastjóri Heims um síðustu áramót og við tók sonur hans Jóhannes.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, hætti sem framkvæmdastjóri Heims um síðustu áramót og við tók sonur hans Jóhannes.
Útgáfufélagið Heimur tapaði 31,8 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Var eigið fé útgáfufélagsins neikvætt upp á tæpar 140 milljónir í lok ársins.

Félagið er dótturfélag Talnakönnunar sem er í liðlega 75 prósenta eigu barna Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, þeirra Jóhannesar, Jóns og Steinunnar. Benedikt hætti sem framkvæmdastjóri Heims um síðustu áramót og við tók sonur hans Jóhannes.

Félagið hefur á þessu ári selt öll tímarit sín, þar á meðal viðskiptatímaritið Frjálsa verslun, sem selt var til Mylluseturs, Vísbendingu, Iceland Review og Ský.

Rekstrartekjur Heims námu 206 milljónum króna í fyrra en rekstrargjöld voru tæplega 246 milljónir. Námu eignir félagsins 41,5 milljónum króna í lok ársins og var eiginfjárhlutfallið þá neikvætt um 336,7 prósent. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×