„Mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 22:00 Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefnda segir að það sé mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. VÍSIR/ERNIR „Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni. Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar,“ skrifaði Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í skoðunarpistli í Fréttablaðinu. Nefndi hún í pistli sínum um áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið að samkvæmt rannsókn Facebook frá 2010 voru kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. „Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur.“ Henni finnst því mikilvægt að ræða af alvöru hlutverk og skyldur samfélagsmiðla í aðdraganda kosninga. Elfa Ýr sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag að umræðan sé á ákveðnum vendipunkti núna. „Við höfum hingað til verið að sjá frekar kostina við það að valdefla fólk og gefa því rödd en erum líka núna farin að sjá það að þetta er náttúrulega risafyrirtæki sem er í lögsögu Bandaríkjanna. Þetta eru fyrirtæki sem eru náttúrulega bara komin með gríðarlega mikið vald og jafnvel dagskrárvald.“ Nefnir hún að það sé mjög ógagnsætt hvernig fréttir, auglýsingar og færslur vina birtast í fréttaveitunni hjá fólki, fáir vita hvernig efninu er forgangsraðað. Máttur Facebook getur verið mikill og getur það haft áhrif á kosningaþátttöku. „Einföld áminning á kjördag getur haft áhrif á það að það eru fleiri sem að fara á kjörstað.“ Elfa Ýr segir að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kosningar, líka hér á Norðurlöndunum. Sérstaklega hér á Íslandi þar sem aðeins nokkur atkvæði geta skipt sköpum vegna fámennisins. „Það er líka erfitt að átta sig á því hvaða upplýsingar fólk er að fá vegna þess að við vitum það líka að það er klæðskerasaumað fyrir hvern og einn í fréttaveitunum.“ Það sem hægt er að gera með samfélagsmiðla hefur margar birtingarmyndir. „Við erum líka að sjá að það er líka auðvelt að klæðskerasauma ákveðnar niðurstöður fyrir ákveðna hópa og það getur líka kannski haft áhrif þegar nær dregur kosningum og það er ekkert endilega víst að þetta sjáist í skoðanakönnunum alveg fyrir kosningarnar.“ Elfa Ýr segir að svo virðist sem þetta sé að hafa mikil áhrif á lýðræðið. Aðspurð hvort þessi þróun sé hættuleg fyrir lýðræðið svarar hún: „Við getum allavega orðað það þannig að allar helstu alþjóðastofnanir eins og Evrópuráðið, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Norræna ráðherra nefndin og svo framvegis, þetta er komið mjög hátt á pólitíska sviðið í öllum þessum ríkjum, í ljósi þess að menn vita ekki alveg hvaða áhrif þetta hefur.“ Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Elfu Ýr í heild sinni.
Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15