Helena: Þær eru eiginlega of kurteisar Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 10:30 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Stelpurnar eiga svo leik gegn Slóvakíu í næstu viku en þær ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Báðar þessar þjóðir voru á EM síðast og eru gríðarlega sterkar. Íslenska liðið sýndi að það er á góðri leið í undankeppni HM þegar það lagði Ungverjaland hér heima og það er leikur sem stelpurnar horfa til fyrir þessa tvo hrikalega erfiðu leiki. „Sá leikur gaf okkur mjög mikið og það er gott fyrir okkur að rifja upp hvernig þetta var. Það var gaman í Höllinni fyrir framan íslenska áhorfendur með fullt hjarta af baráttu. Ef skotin detta þá getum við gert ýmsa hluti,“ segir Helena Sverrisdóttir. „Við lendum á móti svakalegum liðum en það er engin ástæða til að vera hræddar við þetta. Þvert á móti förum við óhræddar inn í verkefnið og gerum okkar allra besta.“ Helena er óumdeilanlega besta körfuboltakona Íslands fyrr og síðar en inn í liðið undanfarin misseri hafa verið að koma gríðarlega efnilegar ungar stúlkur sem gætu seinna meir gert tilkall til titils Helenu sem sú besta. Lætur hún þessar stelpur samt ekki vita á æfingum hver er enn þá númer eitt? „Þær eru eiginlega of kurteisar. Ég þarf frekar að reka þær í hina áttina svo þær verði aðeins kokhraustari. Við þurfum líka að vera svolítið kokhraustar á laugardaginn á móti Svartfjallalandi ef við ætlum að gera eitthvað,“ segir Helena og hlær við, en þessar ungu stelpur eru nú reyndari og styrkja liðið mikið. „Það er búið að vinna hægt og rólega í því að koma þessum ungu stelpum inn í þetta. Nú eru þær búnar að fá eitt til þrjú ár með A-landsliðinu og það er stórt fyrir þær. Svo erum við eldri í bland við þær. Einnig erum við komnar aftur með Hildi Björgu úr háskólaboltanum þannig að blandan er góð,“ segir Helena Sverrisdóttir en það má sjá viðtalið við hana í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum