Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 13:48 Manafort hefur lengi starfað sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg. Hann er nú ákærður fyrir að hafa ekki skráð sig sem slíkur og að hafa þvegið fé. Vísir/AFP Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Ákæran gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélags hans varðar samsæri gegn Bandaríkjunum, um peningaþvætti og að gefa rangar yfirlýsingar til yfirvalda. Samkvæmt frétt Washington Post eru ákærurnar gegn Manfort og Rick Gates, viðskiptafélaga hans til margra ára, sem gerðar voru opinberar í morgun í tólf liðum. Þær eru þær fyrstu sem koma úr rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump.New York Times greinir frá því að Manafort, sem gaf sig fram við yfirvöld í morgun, sé sakaður um að þvegið meira en átján milljónir dollara til kaupa fasteignir og þjónustu. „Manafort notaði falinn aflandsauð til þess að njóta eyðslusams lífsstíls í Bandaríkjunum án þess að borga skatta af þeim tekjum,“ segir í ákærunni. Gates er sakaður um að flytja þrjár milljónir dollara af aflandsreikningum en saman eru þeir ákærðir fyrir að gefa falska skýrslu.Koma fyrir dómara síðar í dagCNN segir að félagarnir séu jafnframt ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem málafylgjumenn erlendra aðila og að gefa ekki upp eignir í erlendum fjármálastofnunum. Ekkert kemur fram í ákærunni um forsetaframboð Trump. Manafort var kosningastjóri Trump til ágúst 2016. Hann hætti eftir að hann var sakaður um að hafa þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem er hliðhollur Rússum. CNN segir að Manafort og Gates komi fyrir dómara síðdegis að íslenskum tíma. Blaðafulltrúi Hvíta hússins verður með blaðamannafund í beinni útsendingu skömmu áður, kl. 17 að íslenskum tíma. Hvíta húsið hefur enn ekki tjáð sig beint um vendingarnar í morgun.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14 Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Fyrstu ákærurnar í Rússansókn Roberts Mueller beinast að fyrrverandi kosningastjóra Trump og viðskiptafélaga hans. 30. október 2017 12:14
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45