Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2017 06:00 Paul Manafort, ákærður fyrir samsæri gegn föðurlandinu. vísir/afp Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34