Einar Árni: Hörmulegir í 30 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. október 2017 21:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur. vísir/ernir Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45