Einar Árni: Hörmulegir í 30 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. október 2017 21:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara og fyrrum þjálfari Njarðvíkur. vísir/ernir Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Það var á tímum grátlegt að horfa upp á leik Þórs Þorlákshafnar í kvöld þegar liðið tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í körfubolta. Liðið steinlá gegn Haukum á útivelli, 96-64. „Já, já, ég get alveg tekið undir það. Þetta var mjög dapurt og ég held það sé óhætt að segja það að við höfum snert botninn all hressilega, ekkert bara tiplað á honum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs eftir leikinn í kvöld. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru vægast sagt hörmung og við getum ekki skýlt okkur á bak við neitt þegar viljaleysi er til staðar, það verður bara að segjast alveg eins og er.“ „Það var ekki fyrr en ungir menn komu inn í restina, þeir allavega reyndu að láta til sín taka og það er það eina jákvæða sem við getum tekið út úr þessu kvöldi.“ Hann vill þó ekki meina að viljaleysið hafi verið aðal úrslitavaldurinn í kvöld. „Ja, ég ætla nú ekki að taka frá þér allt kvöldið. Varnarlega erum við algjörlega týndir og ef að þeir voru að klikka á skotum þá náðu þeir í öll sóknarfráköst, sérstaklega til að byrja með. Við fórum í svæðisvörn í byrjun seinni hálfleiks og það var bara áfram gjörðu svo vel. Við náðum aldrei að stoppa þá.“ „Það er ekki bara viljaleysi, það er bara ótrúlega dauft yfir okkur. Við erum búnir að snerta botninn og leiðin getur bara legið upp á við. Nú þurfum við bara að spurja okkur fyrir hvað við stöndum.“ Næsti deildarleikur Þórs er við Stjörnuna, sem hafa farið vel af stað og unnu meðal annars KR í síðustu umferð. „Það skiptir engu máli hver andstæðingurinn er, þessi deild er nú bara þannig að það eru allt hörkuleikir. Það er hægt að tala endalaust um hvað stendur á þessum pappír en þetta snýst um það sem gerist á gólfinu og taflan sýnir okkur það að við erum eitt af tveimur slökustu liðunum í deildinni í dag.“ Jesse Pellot-Rosa gat ekki spilað með Þór í kvöld, en Einar taldi það ekki hafa skipt neinu þegar upp er staðið. „Með svona frammistöðu þá ætla ég ekki að velta því upp með sjálfum mér að það hefði munað um einn mann. Hann er góður leikmaður og að sjálfsögðu lykilmaður í þessu liði, en það hefur ekkert með frammistöðu liðsins að gera,“ sagði Einar Árni Jóhannsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 96 - 64 | Haukar völtuðu yfir Þórsara Kári Jónsson og félagar í Haukum rúlluðu gestunum úr Þorlákshöfn upp í Schenker höllinni í Hafnarfirði í kvöld. 20. október 2017 21:45