Viljum við betra Ísland Sigrún Grétarsdóttir skrifar 23. október 2017 10:45 Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Enn á ný verður gengið til Alþingiskosninga og þreyta virðist komin í kjósendur. Síðustu tvær ríkisstjórnir hafa sprungið og þjóðin hefur fyllst réttmætri reiði og í kjölfarið hefur traust til stjórnmálamanna og Alþingis minnkað til muna og kjörsókn einnig samhliða. Í aðdraganda kosninga eru gefin mörg falleg fyrirheit um bætta stöðu almennings en litlar verða svo efndirnar, við skulum vera þess minnug þegar í kjörklefann kemur. Það er athyglisvert að kjör þeirra sem standa hvað höllustum fæti hér á landi og bera hvað minnst úr býtum þ.e.a.s aldraðir, öryrkjar auk þeirra sem eru á lágmarkslaunum, hafa verið sett fram í stefnuskrám ýmissa framboðsflokka í kosningabaráttum liðinna ára, þeim til fylgisaukningar með fyrirheitum um bætta stöðu þessara þjóðfélagshópa þótt svo ekki hafi orðið raunin. Það er staðreynd að á okkar ástkæra og ylhýra Íslandi er mikil misskipting auðs sem ratar oft í fréttamiðlana. Gjáin á milli almennings og þeirra sem fara með peninga og völd hefur breikkað sem aldrei fyrr, hér búa svo sannarlega tvær þjóðir, þjóð auðvaldsins og almennings hins vegar. Tíðrætt hefur verið um stöðugleika og góðæri af tveimur síðustu ríkistjórnum en á sama tíma hafa raddir fólksins í landinu orðið háværari um jafnari skiptingu og óskir um betra velferðarkerfi. Ísland er auðugt land þar sem allir ættu að geta lifað mannsæmandi lífi en það vantar pólitískan vilja ráðamanna og þor til að svo megi vera. Stöðugleikaumræðan þjónar auðvaldinu og notuð sem mantra til að ekki skuli ruggað við núverandi ástandi og engra breytinga sé þörf, þó svo sannarlega sé eftir því kallað. Með því að fá nýtt stjórnmálaafl á Alþingi Íslendinga sem er Flokkur fólksins, þá aukast möguleikar á að þar verði hægt að vinna almenningi til heilla. Áherslumál Flokks fólksins til Alþingiskosninga 2017 eru sem hér segir:1. Persónuafsláttur verði hækkaður verulega.2. Komið verði á fót félagslegu kaupleigukerfi og leigumarkaði sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi.3. Verðtrygging á neytendalánum og fasteignalánum verði afnumin og vextir lækkaðir, m.a. með því að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingu Hagstofu Íslands.4. Afnema ber skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða, lífeyrissjóðskerfið verði endurskoðað og frítekjumark afnumið.5. Grunnheilbrigðisþjónustan verði gjaldfrjáls. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og betra Ísland, þar sem allir eiga þess kost á að lifa með reisn þá er nauðsynlegt að nýta dýrmætan kosningarétt og mæta á kjörstað og merkja við XF í kjörklefanum þann 28. október næstkomandi.Höfundur er í 8. sæti í Flokki fólksins í Suðurkjördæmi.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun