Hvað er frúin að pæla? Hvað er samfélag fyrir mér? Ragnhildur L. Guðmundsdóttir skrifar 23. október 2017 14:00 Að fæðast með fötlun eða missa starfsgetuna er ekki það sem fólk óskar sér heldur gerist margt í lífinu sem við getum ekki vitað fyrirfram. Ég skil vel þá sem eru á örorku, gæti ekki lifað sjálf á þeim launum sem þeim er boðið upp á og þar sem ég veit þetta persónulega þá að sjálfsögðu myndi ég ekki lofa upp í ermina á mér heldur vinna að þeirra hag. Ég er sjálf öryrki eftir vinnuslys, missti hönd mína á 17. ári en var svo lánsöm að hún var grædd á aftur, hef ekki full not af höndinni en hún hefur fleytt mér þangað sem ég er í dag. Þarna var ég á krossgötum í lífinu og það eina sem við blasti var að sækja mér menntun svo ég gæti komist á ný á vinnumarkaðinn. En það eru margar hindranir fyrir öryrkja að komast þangað, þeir þurfa að lifa eins og aðrir en ef þeir fara í fullt nám lítur TR á það sem fulla vinnu og fólk missir laun sín frá TR, er sagt að sækja um námslán. Þetta er stór hindrun fyrir öryrkja því að ef þeir missa þessi laun og er gert að sækja um námslán geta þeir enn frekar fests í fátæktargildru á þann hátt að ef þeir ná ekki vegna sinnar fötlunar eða veikinda að ljúka námi þá sitja þeir í verri stöðu að fara aftur á laun frá TR og nú með námslánaskuldir á bakinu.Eldri borgarar Það er dyggð að spara og eiga sparnað til efri ára! En er þetta rétt? Nei, því ef þú sparar og átt einhverjar krónur til að njóta efri áranna þá eru tekjur þínar skertar, krónu á móti krónu. Þetta heitir þjófnaður og engin ástæða að fela þessa aðgerð ríkisvaldsins á baki við sykurhúðaðar reglur þar sem reynt er að slá ryki í augu kjósenda um það að það sé bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Í mínum huga er þetta einfalt, afnema strax tekjutengingar og hætta með öllu að ræna fólk. Ef eldri borgarar geta unnið hlutstarf ætti það að mega það enda greiða þeir þá fulla skatta af hlutavinnunni og ríkið græðir á því og þar að auki er fólkið enn virkt og því minna álag á heilbrigðiskerfið. Fólk á að fá að eldast með reisn og njóta efri áranna án þess að þurfa að velta hverri einustu krónu til þess að komast af.Heilbrigðismál Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi, það eiga allir að sitja við sama borð þegar kemur að heilsugæslu og annarri læknisþjónustu, það á ekki að skipta máli hvort þú búir í Fljótshlíð eða Reykjavík hvort þú fáir fyrsta flokks þjónustu eður ei. Það er tekið fram í lögum að ALLIR eigi rétt á heimilislækni en íbúar í Suðurkjördæmi njóta þess réttar ekki, má þakka fyrir að fá tíma hjá lækni á dagvinnutíma, oftast þarf að sækja tíma á dýrasta tímanum þ.e að fara á vaktina eftir klukkan 16.00 eða á bráðavaktina. Í hverjum landsfjórðungi eru heilbrigðisstofnanir sem eru vel búnar og ættu að geta veitt fyrsta flokks þjónustu en mega ekki, allt sent til Reykjavíkur utan örfá læknisverk sem erru vísað á önnur sjúkrahús. Þetta lengir biðlista eftir læknisþjónustu og setur enn meira álag á starfsfólk landsspítala sem fær í enn meiri mæli læknisverk sem væri hægt að sinna heima í héraði. Þjóðkirkjan fær greitt fyrir hvern þann sem skráður er í þjóðkirkjuna á hverjum stað, þannig ætti það einnig að vera með heilbrigðisþjónustuna, því fleira fólk því hærri upphæð. Þetta á líka við t.d. Suðurland sem margfaldar íbúafjölda sinni yfir sumarið, þeir þurfa einnig hærri framlög til þess að mæta auknum straumi ferðamanna. Til þess að halda utan um fólkið sem hefur menntað sig til þjónustu í heilbrigðisgreinunum og fá það til vinnu á landsbyggðinni þarf að bjóða laun sem fylgja þessari ábyrgð og menntun, bjóða að auki góðar starfsaðstæður. Einnig mætti hugsa sér að þeir sem mennta sig á þessu svið og ráða sig út á landsbyggðina í x mörg ár gætu fengið námslánaskuldir felldar niður að hluta eða öllu leiti sem útaf standa.Húsnæðismál Að geta átt heimili eru mannréttindi en eins og staðan er í dag, eru þessi réttindi fótum troðin. Ungt fólk getur ekki keypt sér húseign, getur ekki leigt húsnæði, bæði er ekkert húsnæði á lausu og það sem losnar er svo dýrt að það hefur ekki efni á því. Unga fólkið situr í þeirri stöðu að þurfa að búa í foreldrahúsum fram á þrítugs- eða fertugsaldur nú eða þangað til foreldrarnir flytja að heiman á ellideildina. Það hvílir sú lagalega skylda á fólk að það sé staðsett í húsi og þá þarf fólk að hafa húsnæði en einnig hvílir sú skylda á sveitarfélögum að sjá fólki fyrir húsnæði sem getur það ekki sjálft, þetta er brotið daglega. Á Suðurnesjum hef ég átt frumkvæði að og fengið til liðs við mig fólk úr öðrum flokkum til þess að stofna óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélag sem stefnir að byggingu 60 – 80 íbúðaklasa í Reykjanesbæ og ef vel gengur, verður horft til fleiri byggðarlaga. Þessar íbúðir eru langtíma leiguréttaríbúðir að norrænni fyrirmynd með ca. 20% lægri leigu og fólk getur búið í þeim eins lengi og það vill á meðan það greiðir leigu og fer að reglum. Þetta húsnæðisform er eitt helsta baráttumál Dögunar í þessum málaflokki og ég tel þetta form eitt það skynsamlegasta sem hægt væri að bjóða ungu fólki í dag. Sumir velja það líka að leigja og nota peninga sína í annað.Samgöngur Þessi málaflokkur er ótrúlega mikilvægur, getur skipt sköpum hvort fólk lifir eða deyr. Flestir vegir eru löngu komnir á tíma varðandi viðhald og því mun dýrara í framkvæmd. Vegina þarf að stórbæta, víða þarf að tvöfalda brýr og sums staðar eru jarðgöng mjög mikilvæg og ættu að fá forgang. Í Suðurkjördæmi eru Reykjanesbraut og Suðurlandsvegur auk Hellisheiðar þær umferðaræðar sem eru löngu komnar á tíma, þurfa að þola mikla þungaflutninga og stóraukna umferð ferðamanna. Þessir vegir eru einnig með þeim hættulegustu á landinu sökum álags, fjölda og hraða ökutækja. Á þessum vegum verða einnig flest alvarlegustu slysin og dauðaslysin. Það er því þjóðhagslega hagkvæmt (fyrir exel fólkið) að stórbæta þessar umferðaræðar. Það á ekki að setja vegatolla á þessa vegi heldur nota það sem nú er tekið af bifreiðaeigendum í formi bifreiðagjalda, eldsneytisskatta oþh. í það sem þeir eiga að fara, í samgöngur en ekki einhver önnur óskyld verkefni. Það er heldur engin sanngirni í því að gera t.d. allt suðvesturhornið að einu atvinnusvæði og ætla svo að rukka menn fyrir það að fara í og úr vinnu, það er kjararýrnun.Menntamál Eru skólar strákavænir ! Nei það tel ég ekki svo vera. Strákar þurfa oftar meira verknámsmiðað nám heldur en stelpur og því rekast margir þeirra illa innan grunnskólans eins og hann er byggður upp. Strákar (einnig stelpur, en færri) þurfa nám sem byggir á því að gera eða skapa, “Lerning by doing”. Drengir (oftast) sem rekast illa í skóla, hafa jafnvel verið greindir með ofvirkni með athyglisbresti eða aðrar greiningar s.s. með lestrarerfiðleika snemma á grunnskólaaldri missa oft fótanna í náminu og jafnhliða versnandi námsárangri fer hegðun þeirra oft einnig versnandi. Í ljósi reynslu minnar hef ég sérstaklega að skoðað þessi mál og komist að þeirri niðurstöðu að til þess að koma til móts við þennan hóp þyrfti að stórefla verklega kennslu í grunnskólanum. Ef nemanda líður illa og finnur sig ekki í náminu þá er engin von til þess að námsárangur þeirra verði betri. En það er mjög dýrt að halda uppi verknámi og því hef ég verið að velta fyrir mér frekari kostum. Helst hefði ég viljað sjá að grunnskólanum væri skipt upp í bóknám og verknám þegar í 9. til 10. bekk, en það myndi sjálfsagt reynast of dýr biti fyrir sveitarfélögin að halda slíkri deild út fyrir fremur litla hópa. Sveitarfélög þyrftu að sameinast um þetta verkefni ásamt stuðningi frá ríkinu. Fólk skiptir e.t.v. um starfsvettvang 2 til 3 á ævinni, þarf þá að eiga möguleika á meira námi eða öðru námi sem hentar nýju starfi. Vegna þessa þá er ótækt að loka á fólk eldra en 25 ára í framhaldsskólum og sé ekki alveg hvernig það þjónar samfélaginu sem krefst aukinnar menntunar og sérhæfingar. Þetta hlýtur að líta vel út í exel ... það er eina skýringin sem ég gæti séð.Velferðarmál Velferðarráðuneytið hefur látið reikna út hvað það kostar að lifa og það án þess að húsnæðiskostnaður sé tekinn inn í jöfnuna, niðurstaðan er sú að velflestir elli – og örorkulífeyrisþegar auk þeirra sem eru á lægstu launum eru langt fyrir neðan þau framfærsluviðmið og fólkið þarf samt að greiða húsnæðið með þeim tekjum. Hvernig er þetta hægt? Til hvers að láta reikna þetta út ef ekki er tekið tillit til þessara viðmiða? Er þetta fyrst og fremst fyrir fólkið í ráðuneytinu þ.e að leika sér með exel og tölur um allt og ekkert? Svo leyfa menn sér að gaspra um að annar hver ellilífeyrisþegi eigi 50 milljónir, það sé bara ekkert eitthvað til að ræða um! Ég þekki enga ellilífeyrisþega sem eiga svona háa upphæð. Að keyra framhjá fjölskylduhjálpinni á fimmtudögum og sjá þar fjölda fólks sem kemur til þess að fá matargjafir er ótrúlega sárt, það á ekki að þurfa í svona ríku landi að setja fólk í þá stöðu að þurfa slíka hjálp. Ef fólk hefur í sig og á, hefur öruggt húsnæði, þá líður fólki vel, það veikist síður og það minnkar álag í heilbrigðiskerfinu og dregur stórlega úr lyfjanotkun. Þetta heitir á mannamáli að styrkja innviði og efla forvarnir, þessi mannréttindi eru á sama tíma forvörn fyrir heilsu og vellíðan fólks. Hættum að henda krónunni og hirða aurinn.Ragnhildur L. Guðmundsdóttir í 1. sæti á lista Dögunar í suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Að fæðast með fötlun eða missa starfsgetuna er ekki það sem fólk óskar sér heldur gerist margt í lífinu sem við getum ekki vitað fyrirfram. Ég skil vel þá sem eru á örorku, gæti ekki lifað sjálf á þeim launum sem þeim er boðið upp á og þar sem ég veit þetta persónulega þá að sjálfsögðu myndi ég ekki lofa upp í ermina á mér heldur vinna að þeirra hag. Ég er sjálf öryrki eftir vinnuslys, missti hönd mína á 17. ári en var svo lánsöm að hún var grædd á aftur, hef ekki full not af höndinni en hún hefur fleytt mér þangað sem ég er í dag. Þarna var ég á krossgötum í lífinu og það eina sem við blasti var að sækja mér menntun svo ég gæti komist á ný á vinnumarkaðinn. En það eru margar hindranir fyrir öryrkja að komast þangað, þeir þurfa að lifa eins og aðrir en ef þeir fara í fullt nám lítur TR á það sem fulla vinnu og fólk missir laun sín frá TR, er sagt að sækja um námslán. Þetta er stór hindrun fyrir öryrkja því að ef þeir missa þessi laun og er gert að sækja um námslán geta þeir enn frekar fests í fátæktargildru á þann hátt að ef þeir ná ekki vegna sinnar fötlunar eða veikinda að ljúka námi þá sitja þeir í verri stöðu að fara aftur á laun frá TR og nú með námslánaskuldir á bakinu.Eldri borgarar Það er dyggð að spara og eiga sparnað til efri ára! En er þetta rétt? Nei, því ef þú sparar og átt einhverjar krónur til að njóta efri áranna þá eru tekjur þínar skertar, krónu á móti krónu. Þetta heitir þjófnaður og engin ástæða að fela þessa aðgerð ríkisvaldsins á baki við sykurhúðaðar reglur þar sem reynt er að slá ryki í augu kjósenda um það að það sé bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Í mínum huga er þetta einfalt, afnema strax tekjutengingar og hætta með öllu að ræna fólk. Ef eldri borgarar geta unnið hlutstarf ætti það að mega það enda greiða þeir þá fulla skatta af hlutavinnunni og ríkið græðir á því og þar að auki er fólkið enn virkt og því minna álag á heilbrigðiskerfið. Fólk á að fá að eldast með reisn og njóta efri áranna án þess að þurfa að velta hverri einustu krónu til þess að komast af.Heilbrigðismál Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi, það eiga allir að sitja við sama borð þegar kemur að heilsugæslu og annarri læknisþjónustu, það á ekki að skipta máli hvort þú búir í Fljótshlíð eða Reykjavík hvort þú fáir fyrsta flokks þjónustu eður ei. Það er tekið fram í lögum að ALLIR eigi rétt á heimilislækni en íbúar í Suðurkjördæmi njóta þess réttar ekki, má þakka fyrir að fá tíma hjá lækni á dagvinnutíma, oftast þarf að sækja tíma á dýrasta tímanum þ.e að fara á vaktina eftir klukkan 16.00 eða á bráðavaktina. Í hverjum landsfjórðungi eru heilbrigðisstofnanir sem eru vel búnar og ættu að geta veitt fyrsta flokks þjónustu en mega ekki, allt sent til Reykjavíkur utan örfá læknisverk sem erru vísað á önnur sjúkrahús. Þetta lengir biðlista eftir læknisþjónustu og setur enn meira álag á starfsfólk landsspítala sem fær í enn meiri mæli læknisverk sem væri hægt að sinna heima í héraði. Þjóðkirkjan fær greitt fyrir hvern þann sem skráður er í þjóðkirkjuna á hverjum stað, þannig ætti það einnig að vera með heilbrigðisþjónustuna, því fleira fólk því hærri upphæð. Þetta á líka við t.d. Suðurland sem margfaldar íbúafjölda sinni yfir sumarið, þeir þurfa einnig hærri framlög til þess að mæta auknum straumi ferðamanna. Til þess að halda utan um fólkið sem hefur menntað sig til þjónustu í heilbrigðisgreinunum og fá það til vinnu á landsbyggðinni þarf að bjóða laun sem fylgja þessari ábyrgð og menntun, bjóða að auki góðar starfsaðstæður. Einnig mætti hugsa sér að þeir sem mennta sig á þessu svið og ráða sig út á landsbyggðina í x mörg ár gætu fengið námslánaskuldir felldar niður að hluta eða öllu leiti sem útaf standa.Húsnæðismál Að geta átt heimili eru mannréttindi en eins og staðan er í dag, eru þessi réttindi fótum troðin. Ungt fólk getur ekki keypt sér húseign, getur ekki leigt húsnæði, bæði er ekkert húsnæði á lausu og það sem losnar er svo dýrt að það hefur ekki efni á því. Unga fólkið situr í þeirri stöðu að þurfa að búa í foreldrahúsum fram á þrítugs- eða fertugsaldur nú eða þangað til foreldrarnir flytja að heiman á ellideildina. Það hvílir sú lagalega skylda á fólk að það sé staðsett í húsi og þá þarf fólk að hafa húsnæði en einnig hvílir sú skylda á sveitarfélögum að sjá fólki fyrir húsnæði sem getur það ekki sjálft, þetta er brotið daglega. Á Suðurnesjum hef ég átt frumkvæði að og fengið til liðs við mig fólk úr öðrum flokkum til þess að stofna óhagnaðardrifið húsnæðissamvinnufélag sem stefnir að byggingu 60 – 80 íbúðaklasa í Reykjanesbæ og ef vel gengur, verður horft til fleiri byggðarlaga. Þessar íbúðir eru langtíma leiguréttaríbúðir að norrænni fyrirmynd með ca. 20% lægri leigu og fólk getur búið í þeim eins lengi og það vill á meðan það greiðir leigu og fer að reglum. Þetta húsnæðisform er eitt helsta baráttumál Dögunar í þessum málaflokki og ég tel þetta form eitt það skynsamlegasta sem hægt væri að bjóða ungu fólki í dag. Sumir velja það líka að leigja og nota peninga sína í annað.Samgöngur Þessi málaflokkur er ótrúlega mikilvægur, getur skipt sköpum hvort fólk lifir eða deyr. Flestir vegir eru löngu komnir á tíma varðandi viðhald og því mun dýrara í framkvæmd. Vegina þarf að stórbæta, víða þarf að tvöfalda brýr og sums staðar eru jarðgöng mjög mikilvæg og ættu að fá forgang. Í Suðurkjördæmi eru Reykjanesbraut og Suðurlandsvegur auk Hellisheiðar þær umferðaræðar sem eru löngu komnar á tíma, þurfa að þola mikla þungaflutninga og stóraukna umferð ferðamanna. Þessir vegir eru einnig með þeim hættulegustu á landinu sökum álags, fjölda og hraða ökutækja. Á þessum vegum verða einnig flest alvarlegustu slysin og dauðaslysin. Það er því þjóðhagslega hagkvæmt (fyrir exel fólkið) að stórbæta þessar umferðaræðar. Það á ekki að setja vegatolla á þessa vegi heldur nota það sem nú er tekið af bifreiðaeigendum í formi bifreiðagjalda, eldsneytisskatta oþh. í það sem þeir eiga að fara, í samgöngur en ekki einhver önnur óskyld verkefni. Það er heldur engin sanngirni í því að gera t.d. allt suðvesturhornið að einu atvinnusvæði og ætla svo að rukka menn fyrir það að fara í og úr vinnu, það er kjararýrnun.Menntamál Eru skólar strákavænir ! Nei það tel ég ekki svo vera. Strákar þurfa oftar meira verknámsmiðað nám heldur en stelpur og því rekast margir þeirra illa innan grunnskólans eins og hann er byggður upp. Strákar (einnig stelpur, en færri) þurfa nám sem byggir á því að gera eða skapa, “Lerning by doing”. Drengir (oftast) sem rekast illa í skóla, hafa jafnvel verið greindir með ofvirkni með athyglisbresti eða aðrar greiningar s.s. með lestrarerfiðleika snemma á grunnskólaaldri missa oft fótanna í náminu og jafnhliða versnandi námsárangri fer hegðun þeirra oft einnig versnandi. Í ljósi reynslu minnar hef ég sérstaklega að skoðað þessi mál og komist að þeirri niðurstöðu að til þess að koma til móts við þennan hóp þyrfti að stórefla verklega kennslu í grunnskólanum. Ef nemanda líður illa og finnur sig ekki í náminu þá er engin von til þess að námsárangur þeirra verði betri. En það er mjög dýrt að halda uppi verknámi og því hef ég verið að velta fyrir mér frekari kostum. Helst hefði ég viljað sjá að grunnskólanum væri skipt upp í bóknám og verknám þegar í 9. til 10. bekk, en það myndi sjálfsagt reynast of dýr biti fyrir sveitarfélögin að halda slíkri deild út fyrir fremur litla hópa. Sveitarfélög þyrftu að sameinast um þetta verkefni ásamt stuðningi frá ríkinu. Fólk skiptir e.t.v. um starfsvettvang 2 til 3 á ævinni, þarf þá að eiga möguleika á meira námi eða öðru námi sem hentar nýju starfi. Vegna þessa þá er ótækt að loka á fólk eldra en 25 ára í framhaldsskólum og sé ekki alveg hvernig það þjónar samfélaginu sem krefst aukinnar menntunar og sérhæfingar. Þetta hlýtur að líta vel út í exel ... það er eina skýringin sem ég gæti séð.Velferðarmál Velferðarráðuneytið hefur látið reikna út hvað það kostar að lifa og það án þess að húsnæðiskostnaður sé tekinn inn í jöfnuna, niðurstaðan er sú að velflestir elli – og örorkulífeyrisþegar auk þeirra sem eru á lægstu launum eru langt fyrir neðan þau framfærsluviðmið og fólkið þarf samt að greiða húsnæðið með þeim tekjum. Hvernig er þetta hægt? Til hvers að láta reikna þetta út ef ekki er tekið tillit til þessara viðmiða? Er þetta fyrst og fremst fyrir fólkið í ráðuneytinu þ.e að leika sér með exel og tölur um allt og ekkert? Svo leyfa menn sér að gaspra um að annar hver ellilífeyrisþegi eigi 50 milljónir, það sé bara ekkert eitthvað til að ræða um! Ég þekki enga ellilífeyrisþega sem eiga svona háa upphæð. Að keyra framhjá fjölskylduhjálpinni á fimmtudögum og sjá þar fjölda fólks sem kemur til þess að fá matargjafir er ótrúlega sárt, það á ekki að þurfa í svona ríku landi að setja fólk í þá stöðu að þurfa slíka hjálp. Ef fólk hefur í sig og á, hefur öruggt húsnæði, þá líður fólki vel, það veikist síður og það minnkar álag í heilbrigðiskerfinu og dregur stórlega úr lyfjanotkun. Þetta heitir á mannamáli að styrkja innviði og efla forvarnir, þessi mannréttindi eru á sama tíma forvörn fyrir heilsu og vellíðan fólks. Hættum að henda krónunni og hirða aurinn.Ragnhildur L. Guðmundsdóttir í 1. sæti á lista Dögunar í suðurkjördæmi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun