Grunnstoðir og burðarvirki samfélagsins Gunnar Árnason skrifar 24. október 2017 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar