Kjóstu! Daníel Þórarinsson skrifar 24. október 2017 07:00 Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hvet alla, sem lesa þessar línur, til að nota kosningaréttinn. Láttu engan halda því fram að þú hafir ekkert vit á þessum málum eða að atkvæði þitt skipti ekki máli. Taktu eftir því hverju þú veitir athygli, það hjálpar þér að sjá hvað má betur fara í samfélagi okkar og hverju þú myndir vilja breyta. Okkur er tamt að tala um hin ýmsu kerfi, sem skipta okkur máli og lita umræðuna fyrir kosningar. Nægir að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið, fjármálakerfið og húsnæðiskerfið. Margir hafa skoðanir á þessum kerfum og mynda sér skoðun eftir því hvaða flokkur er metinn líklegastur til að ná því fram sem við viljum. Við skulum því skoða þessi kerfi aðeins nánar. Ég viðurkenni fúslega að þær niðurstöður, sem ég hef komist að, lita það sem ég skrifa. Ef þú ert mér ósammála er það bara í góðu lagi. Kíkjum fyrst á heilbrigðiskerfið. Við þurfum öll á þvì að halda og verulegur hluti ríkisútgjaldanna rennur í þetta kerfi og þeim mun meiri ástæða er til að vanda sig. Margir vilja byggja upp nýjan landspítala með því að gera upp þann gamla við Hringbraut en það vill minn flokkur ekki. Hann vill halda honum gangandi en fara strax að byggja nýjan spítala á nýjum stað. Spítala þar sem stuðst er við nýjustu tækni og framþróun í læknisfræði. Spítala sem er í fallegu umhverfi með greiðar samgönguæðar til allra átta. Spítala sem býður upp á eins góðan aðbúnað fyrir sjúllinga og hægt er en er jafnframt fallegur og eftirsóknarverður vinnustaður. Og er auk þess ódýrari lausn þegar allt er talið. Flokkurinn minn er líka mótfallinn þeirri stefnu að minnka og minnka læknisþjónustu út um land og beina meiru og meiru á landspítalann, sem ræður ekki við álagið og kostnaður sjúklinga verður margfaldur á við það sem gæti verið ef þjónustan biðist nær heimabyggð. Lítum nú aðeins á menntakerfið. Allir eiga að verða stúdentar og fara í háskóla. Þetta hentar sumum en langtífrá öllum og þetta hentar þjóðfélaginu alls ekki. Flokkurinn, sem ég styð vill því auka áhersluna á iðn- og tækninám bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Hann vill líka bæta fjárhagsstöðu námsmanna, svo að fólk sé ekki í skuldafjötrum að námi loknu. Flokkurinn vill þess í stað taka upp norræna kerfið, sem er blanda af styrk og láni. Húsnæðiskerfið er oft fyrsta kerfið, sem mætir fólki þegar það líkur námi. Hvernig er unnt að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fyrstu fasteign? Mikilvægasta skrefið er að lækka vexti og afnema verðtryggingu á lánum unga fólksins. Þar erum við í raun komin inn í síðasta kerfið, sem ég ætlaði að fjalla um, fjármálakerfið. Sá flokkur, sem ég aðhyllist, telur að endurskipulagning fjármálakerfisins sé mikilvægasta forsendan fyrir því að okkur takist það sem við viljum í hinum kerfunum. Til að það takist þarf líka skíra sýn og styrka pólitíska stjórn. Verkið er stórt að vöxtum og innifelur m.a.Minnka bankana með því að greiða út úr þeim umfram eigið féð í ríkissjóð.Selja Íslandsbanka erlendum banka, sem tilbúinn er að koma inn á markaðinn hér og veita samkeppni í a.m.k 10 ár.Nýta forkaupsréttinn að Arion banka og selja 1/3 í útboði, ríkið haldi 1/3 fyrstu árin en 1/3 verði deilt út til þjóðarinnar, hvers einasta einstaklingsStofna dótturbanka Landsbankans, netbanka með lágmarks yfirbyggingu til að auka samkeppni og bjóða einstaklingum og smærri fyrirtækjum betri kjör á húsnæðislánum og fjármögnun.Setja Seðlabankanum ný lög sem stuðli að aukinni samkeppni á bankamarkaði.Lífeyrissjóðirnir hætti að halda uppi háu vaxtastigi á Íslandi og fari að vinna fyrir sér í útlöndum. Markmiðin með öllum þessu viðamiklu breytingum eru m.a.: Eðlilegt vaxtastig – Stöðugleiki – Kerfið þjóni almenningi – Betri húsnæðismarkaður – Fleiri og betri störf -Aukin nýsköpun og verðmætasköpun. Auk þessara kerfa vill flokkurinn minn sinna þörfum eldri borgara með hækkun lágmarkslìfeyris svo hann tryggi tekjur, sem hægt er að lifa á og gera starfslokaaldur sveigjanlegan eftir óskum hvers og eins. Rúsínan í pylsuendanum er þó enn ótalin. Flokkurinn minn vill að landið allt virki, ekki bara hlutar þess. Það er langt mál að fara í saumana á þeirri framtíðarsýn. Ég eftirlæt þér að kynna þér hana. Allt þetta segist flokkurinn minn ætla að gera og hann mun standa við það. Ef þér líst vel á það, sem ég hef rakið hér að ofan ert þú velkomin/velkominn í hópinn hjá flokknum mínum, sem er Miðflokkurinn, en ef ekki skaltu kjósa einhvern annan. Þannig hefur þú áhrif á framtíð okkar, þú hefur það ekki ef þú situr heima.Höfundur er skógarbóndi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun