Segir Evrópu þurfa á Tyrklandi að halda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. október 2017 06:00 Orðsendingar hafa gengið á milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. vísir/afp Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu (ESB) er lausn á öllum langvarandi vandamálum þess. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 og hóf samningaviðræður um inngöngu árið 2005. Þær hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja að sambandinu en í síðasta mánuði sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir væru áfram utan þess. „Evrópa án Tyrklands mun þurfa að kljást við einangrun, örvæntingu og missætti íbúa sambandsins. Það er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“ sagði Erdogan á fundi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. „Í Evrópu er útlendingaandúð að vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar svo sterkir að þeir eru þátttakendur í samsteypustjórnum. Sú Evrópa stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdogan. „Evrópa sem myrðir grundvallargildi sín með sínum eigin höndum mun eiga svarta framtíð.“ Orðsendingar hafa gengið milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir hafa sakað ríki sambandsins um að styðja við hryðjuverkahópa en vísa þeir þar til minnihlutahóps Kúrda sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki. Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um að traðka á mannréttindum íbúa landsins. Nægir í því samhengi að nefna handtökur í kjölfar valdaránstilraunar síðasta sumar og vilja tyrkneskra stjórnvalda til að innleiða dauðarefsingu á nýjan leik. Sem ríki í umsóknarferli nýtur Tyrkland ýmissa greiðslna frá sambandinu. Á fundi í Brussel í liðinni viku beindu leiðtogar þjóða sambandsins meðal annars þeirri fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvort rétt væri að loka á þær greiðslur, eða draga úr þeim að minnsta kosti, meðan ekkert miðar í viðræðunum. „Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá það þá er Tyrkland, og aðild þess að ESB, lausn á þeim langvarandi vandamálum sem við því blasa,“ sagði Erdogan. Hann mæltist til þess að sambandið hefði „heilbrigða skynsemi“ að leiðarljósi við næstu skref varðandi Tyrkland og samskipti við landið. Þrátt fyrir að andað hafi köldu á undanförnum mánuðum hafa Tyrkland og ESB unnið að sameiginlegu markmiði í málefnum Sýrlands og flóttamanna sem leita á náðir Evrópu. Eru margir afhuga því að útiloka Tyrkland þar sem þeir óttast að við það muni kastast enn frekar í kekki og samvinnan vera fyrir bí. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Aðild Tyrklands að Evrópusambandinu (ESB) er lausn á öllum langvarandi vandamálum þess. Þetta segir Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins. Tyrkland sótti um aðild að ESB árið 1987 og hóf samningaviðræður um inngöngu árið 2005. Þær hafa verið á ís um árabil. Nokkurrar andstöðu gætir í garð aðildar Tyrkja að sambandinu en í síðasta mánuði sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að rétt væri að Tyrkir væru áfram utan þess. „Evrópa án Tyrklands mun þurfa að kljást við einangrun, örvæntingu og missætti íbúa sambandsins. Það er ekki Tyrkland sem þarf Evrópu heldur Evrópa sem þarf Tyrkland,“ sagði Erdogan á fundi í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. „Í Evrópu er útlendingaandúð að vaxa ásmegin og nýnasistaflokkar svo sterkir að þeir eru þátttakendur í samsteypustjórnum. Sú Evrópa stefnir í átt að glötun,“ sagði Erdogan. „Evrópa sem myrðir grundvallargildi sín með sínum eigin höndum mun eiga svarta framtíð.“ Orðsendingar hafa gengið milli yfirvalda í Tyrklandi og ráðamanna ESB á síðustu mánuðum. Tyrkir hafa sakað ríki sambandsins um að styðja við hryðjuverkahópa en vísa þeir þar til minnihlutahóps Kúrda sem vilja koma á fót sjálfstæðu ríki. Evrópa hefur á móti sakað Tyrki um að traðka á mannréttindum íbúa landsins. Nægir í því samhengi að nefna handtökur í kjölfar valdaránstilraunar síðasta sumar og vilja tyrkneskra stjórnvalda til að innleiða dauðarefsingu á nýjan leik. Sem ríki í umsóknarferli nýtur Tyrkland ýmissa greiðslna frá sambandinu. Á fundi í Brussel í liðinni viku beindu leiðtogar þjóða sambandsins meðal annars þeirri fyrirspurn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvort rétt væri að loka á þær greiðslur, eða draga úr þeim að minnsta kosti, meðan ekkert miðar í viðræðunum. „Þó leiðtogar Evrópu vilji ekki sjá það þá er Tyrkland, og aðild þess að ESB, lausn á þeim langvarandi vandamálum sem við því blasa,“ sagði Erdogan. Hann mæltist til þess að sambandið hefði „heilbrigða skynsemi“ að leiðarljósi við næstu skref varðandi Tyrkland og samskipti við landið. Þrátt fyrir að andað hafi köldu á undanförnum mánuðum hafa Tyrkland og ESB unnið að sameiginlegu markmiði í málefnum Sýrlands og flóttamanna sem leita á náðir Evrópu. Eru margir afhuga því að útiloka Tyrkland þar sem þeir óttast að við það muni kastast enn frekar í kekki og samvinnan vera fyrir bí.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29 Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. 9. október 2017 15:29
Tyrkir hóta Kúrdum aðgerðum eftir kosningar um sjálfstæði Um 90 prósent íraskra Kúrda vilja sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum kosninga sem haldnar voru á mánudaginn. Forseti Tyrklands hótar að skera á olíuflutninga og svelta þjóðflokkinn. 27. september 2017 06:00