Og hvað svo? Ólafur Loftsson skrifar 24. október 2017 10:15 18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun