Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn Hjörleifur Hallgríms skrifar 24. október 2017 12:57 Eftir árásir og einelti, sem ég hélt að væri verið að reyna að uppræta, venjulega að ósekju, sá Sigmundur Davíð sig knúinn til að segja sig úr Framsóknarflokknum, sem var ekki sársaukalaust, og stofnaði Miðflokkinn. Það voru fleiri en hann, sem sögðu sig úr flokknum og var það hjá mörgum mikið tilfinningamál eðlilega, en þetta sama fólk sætti sig einfaldlega ekki við linnulausar árásirnar á saklausan manninn. Örugglega hefði enginn trúað því fyrirfram að maðurinn, sem hafði leitt Framsóknarflokkinn í kosningunum 2013 til eins af stærstu sigrum flokksins, sem unnist hafði eða rúm 23% atkv. og 19 þingmenn yrði hrakinn frá forystu flokksins með smán á flokksþinginu haustið 2016. Ég hef marg sagt að það er er öllum frjálst að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum en það, sem Sigurður Ingi gerði lýsir þvílíkum óheilindum og dómgreindarleysi að jaðrar við einsdæmi. þá, fyrir nokkrum mánuðum hafði hann marglýst því yfir bæði á fundum og í fjölmiðlum að myndi ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Sigurður Ingi var kosinn formaður Framsóknaflokksins á fyrrgreindu flokksþingi en skyldi hann eða grasrótin, sem hann ber fyrir sig að hafi skorað á sig órað fyrir þvílíkum harmleik og hruni, sem varð hjá flokknum að tapa 11 þingmönnum úr 19 í 8. Þvílik útreið hjá nýjum formanni. Og nú stefnir í enn meira tap samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Sigurður Ingi ef þetta kallast ekki að láta fífla sig af misvitlausu og dómgreindarlausu fóki veit ég ekki hvað það er. Sigmundur Davíð er afburða stjórnmálamaður að visku og vexti en oft er það svo að smælingjarnir þola ekki yfirburðina og þá er tekið til örþrifaráða t.d. skítkastsins. Eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá Miðflokksins sé ég glögglega handbragð meistarans og varð mér þá strax hugsað til þeirra stóru mála, sem hann knúði í gegn þegar hann var forsætisráðherra og má þar t.d. nefna Icesavemálið, skuldaleiðréttingu heimilanna, sem hvorutveggja sparaði fjölskyldunum í landinu milljónir, uppgjörið við kröfuhafana og erlendu hrægammana, sem ætluðu að hirða fúlgur fjár úr landi. Þá var ég auðvitað mjög hrifinn af hvernig hann einblínir á að bæta verulega kjör eldirborgara og öryrkja, en fyrrum fjármálaráðherrar hafa haldi því fólki undir fátækramörkum.Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir árásir og einelti, sem ég hélt að væri verið að reyna að uppræta, venjulega að ósekju, sá Sigmundur Davíð sig knúinn til að segja sig úr Framsóknarflokknum, sem var ekki sársaukalaust, og stofnaði Miðflokkinn. Það voru fleiri en hann, sem sögðu sig úr flokknum og var það hjá mörgum mikið tilfinningamál eðlilega, en þetta sama fólk sætti sig einfaldlega ekki við linnulausar árásirnar á saklausan manninn. Örugglega hefði enginn trúað því fyrirfram að maðurinn, sem hafði leitt Framsóknarflokkinn í kosningunum 2013 til eins af stærstu sigrum flokksins, sem unnist hafði eða rúm 23% atkv. og 19 þingmenn yrði hrakinn frá forystu flokksins með smán á flokksþinginu haustið 2016. Ég hef marg sagt að það er er öllum frjálst að bjóða sig fram til formanns í Framsóknarflokknum en það, sem Sigurður Ingi gerði lýsir þvílíkum óheilindum og dómgreindarleysi að jaðrar við einsdæmi. þá, fyrir nokkrum mánuðum hafði hann marglýst því yfir bæði á fundum og í fjölmiðlum að myndi ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð. Sigurður Ingi var kosinn formaður Framsóknaflokksins á fyrrgreindu flokksþingi en skyldi hann eða grasrótin, sem hann ber fyrir sig að hafi skorað á sig órað fyrir þvílíkum harmleik og hruni, sem varð hjá flokknum að tapa 11 þingmönnum úr 19 í 8. Þvílik útreið hjá nýjum formanni. Og nú stefnir í enn meira tap samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Sigurður Ingi ef þetta kallast ekki að láta fífla sig af misvitlausu og dómgreindarlausu fóki veit ég ekki hvað það er. Sigmundur Davíð er afburða stjórnmálamaður að visku og vexti en oft er það svo að smælingjarnir þola ekki yfirburðina og þá er tekið til örþrifaráða t.d. skítkastsins. Eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá Miðflokksins sé ég glögglega handbragð meistarans og varð mér þá strax hugsað til þeirra stóru mála, sem hann knúði í gegn þegar hann var forsætisráðherra og má þar t.d. nefna Icesavemálið, skuldaleiðréttingu heimilanna, sem hvorutveggja sparaði fjölskyldunum í landinu milljónir, uppgjörið við kröfuhafana og erlendu hrægammana, sem ætluðu að hirða fúlgur fjár úr landi. Þá var ég auðvitað mjög hrifinn af hvernig hann einblínir á að bæta verulega kjör eldirborgara og öryrkja, en fyrrum fjármálaráðherrar hafa haldi því fólki undir fátækramörkum.Hjörleifur Hallgríms, eldri borgari
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar