Réttindi og tækifæri til jafns við aðra Páll Valur Björnsson skrifar 25. október 2017 09:15 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 61/611. Hann var lagður fram til undirritunar 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Það tók okkur Íslendinga hvorki meira né minna en tæpan áratug að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning en það var gert með á haustmánuðum 2016. Með því skuldbatt íslenska ríkið sig til að framfylgja ákvæðum samningsins. Þegar Ísland loks fullgilti samninginn höfðu langflest ríkinu þegar þegar gert það. Í ljós kom þegar ég setti fram breytingartillögu við þingsályktun um fullgildingu samningsins þess efnis að mikilvægur valfrjáls viðauki við samninginn yrði einnig fullgiltur að ekki hafði verið neitt unnið með hann. Fullgilding viðaukans veitir einstaklingum og hópum heimild til að skjóta málum sínum til eftirlitsnefndar með samningnum hafi þeir árangurslaust fullreynt leiðir innanlands til að fá þann rétt sem samningurinn veitir þeim. Fullgilding viðaukans veitir því mannréttindum fatlaðs fólks mikilvæga vernd og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Eftir mikil átök um afgreiðslu þess máls fékkst loks samþykkt breytingartillaga mín þess efnis að valfrjálsi viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017. Það er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni að valfrjálsi viðaukinn verði fullgiltur fyrir lok þessa árs í samræmi við þessa ályktun Alþingis og að samningurinn sjálfur og notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest eigi síðar en á vorþingi 2018. Það yrði gífurlega stór áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og enn stærra skref að því markmiði að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi með reisn, án mismununar og aðgreiningar og við mannsæmandi lífskjör. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og stjórnvöld verða að einhenda sér í það að afnema skerðingar á bótum fatlaðs fólks vegna atvinnutekna sem það kann að geta aflað sér þrátt fyrir veruelga skerta starfsgetu. Stjórnvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi og tryggja fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Það er til lítils að láta fólk ganga í gegnum starfsgetumat ef það kemur alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaði. Það er beinlínis á valdi stjórnvalda að finna fötluðum vinnu hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Fatlað fólk verður án tafar að fá að njóta í verki en ekki aðeins í orði þeirra mannréttinda sem því hefur allt of lengi verið neitað um eins og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir því hef ég barist og fyrir því munum við í Samfylkingunni berjast af fullum krafti.Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í 2. sæti Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur 13. desember 2006 með ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 61/611. Hann var lagður fram til undirritunar 30. mars 2007 og undirritaður fyrir Íslands hönd sama dag. Það tók okkur Íslendinga hvorki meira né minna en tæpan áratug að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning en það var gert með á haustmánuðum 2016. Með því skuldbatt íslenska ríkið sig til að framfylgja ákvæðum samningsins. Þegar Ísland loks fullgilti samninginn höfðu langflest ríkinu þegar þegar gert það. Í ljós kom þegar ég setti fram breytingartillögu við þingsályktun um fullgildingu samningsins þess efnis að mikilvægur valfrjáls viðauki við samninginn yrði einnig fullgiltur að ekki hafði verið neitt unnið með hann. Fullgilding viðaukans veitir einstaklingum og hópum heimild til að skjóta málum sínum til eftirlitsnefndar með samningnum hafi þeir árangurslaust fullreynt leiðir innanlands til að fá þann rétt sem samningurinn veitir þeim. Fullgilding viðaukans veitir því mannréttindum fatlaðs fólks mikilvæga vernd og stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald. Eftir mikil átök um afgreiðslu þess máls fékkst loks samþykkt breytingartillaga mín þess efnis að valfrjálsi viðaukinn skyldi fullgiltur fyrir árslok 2017. Það er eitt af forgangsmálum okkar í Samfylkingunni að valfrjálsi viðaukinn verði fullgiltur fyrir lok þessa árs í samræmi við þessa ályktun Alþingis og að samningurinn sjálfur og notendastýrð persónuleg aðstoð verði lögfest eigi síðar en á vorþingi 2018. Það yrði gífurlega stór áfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og enn stærra skref að því markmiði að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi með reisn, án mismununar og aðgreiningar og við mannsæmandi lífskjör. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og stjórnvöld verða að einhenda sér í það að afnema skerðingar á bótum fatlaðs fólks vegna atvinnutekna sem það kann að geta aflað sér þrátt fyrir veruelga skerta starfsgetu. Stjórnvöld verða einnig að ganga undan með góðu fordæmi og tryggja fötluðu fólki tækifæri til að nýta starfsgetu sína. Það er til lítils að láta fólk ganga í gegnum starfsgetumat ef það kemur alls staðar að lokuðum dyrum á vinnumarkaði. Það er beinlínis á valdi stjórnvalda að finna fötluðum vinnu hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og hjá fyrirtækjum sem ríki og sveitarfélög eiga að öllu leyti eða að hluta. Síðan þurfa stjórnvöld að finna leiðir sem virka til að hvetja einkafyrirtæki til þess sama og veita þeim uppbyggilegt aðhald í því skyni, jafnvel með setningu viðeigandi laga og reglna ef önnur ráð ekki duga. Fatlað fólk verður án tafar að fá að njóta í verki en ekki aðeins í orði þeirra mannréttinda sem því hefur allt of lengi verið neitað um eins og íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja með fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fyrir því hef ég barist og fyrir því munum við í Samfylkingunni berjast af fullum krafti.Páll Valur Björnsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í 2. sæti Reykjavík norður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun