Kæra unga fólk! Lilja Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru stjórnmálin á allra vörum, flokkar lofa upp í ermina á sér hægri vinstri og reyna að kaupa sér atkvæði. Ungt fólk hefur eflaust veitt því athygli enda er það hvatt sérstaklega til að kjósa. Samt bara til að kjósa rétt! Kaupin geta verið margskonar, allt frá því að ungt fólk hugsi sjálfstætt í að það fái skutl uppá kjörstað með kippu af bjór. Nei, ég segi svona. Það þekkist auðvitað ekki að unga fólkið kjósi annan flokk en foreldrarnir, eða hvað? Rétt eins og að halda með röngu liði í fótboltanum. Maður á bara að halda með sama flokknum sama hvað gerist, ride or die, panama og wintris. Nei, ég segi svona. Hvað veldur því að ungt fólk fer ekki að kjósa? Jú, það kynnist ekki stjórnmálum fyrr en það verður 18 ára og á þá allt í einu að kjósa. Skólinn sinnir þessu hlutverki lítið og unga fólkið lítið að velta þessu fyrir sér. Svo eru flokkarnir margir og hlaðborð loforðanna er stórt. En það er samt engin afsökun. Málið er að ef þú kýst ekki, þá hefur þú tæplega ekki rétt til að hafa skoðanir á samfélaginu! Það skipti engu máli hvort þú kýst rétt, rangt eða segir ekki frá því hvað þú kaust, það skiptir heldur ekki máli hvort flokkurinn sem þú kaust sveik öll loforðin sín. Það væri þá ekki í fyrsta sinn. En það er þinn réttur að kjósa og ábyrgð sem virkur samfélagsþegn að bara hunskast til að f***ing kjósa! Ef þú veist ekki hvað þú átt að kjósa þá tekurðu kosningarpróf, ferð á kosningarviðburði eða kíkir á stefnumál flokkanna. Þetta tekur engan tíma, eða álíka langan tíma og að finna nýjan vin á Tinder. Kæra unga fólk, (ég þar með talin), gerum betur! Við erum alveg ágæt, við drekkum minna og tökum minna af eiturlyfjum en fyrri kynslóðir, við erum virk og vel gefin. Gerum enn betur og kjósum í þokkabót! Svo eru tónleikar í verðlaun á laugardaginn ( #vakan ) og hver elskar ekki tónleika. Ekki vera heilalaus, taktu meðvitaða ákvörðun um þína framtíð og kjóstu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar