Afnema á skerðingar í kerfi almannatrygginga Björgvin Guðmundsson skrifar 25. október 2017 09:30 Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun