Var með liðsfundinn á FaceTime í miðri fæðingu konunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 15:30 Kirk Cousins. Vísir/Getty Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði. Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik. Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik. Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh — Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017 Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated. Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI — Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017 „Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við. „Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Mikilvægi leikstjórnenda í ameríska fótboltanum er gríðarlegt því þar fara menn sem verða að vera með öll leikkerfi á hreinu og kunnáttuna til að lesa varnir andstæðingar betur en nokkur annar í þeirra liði. Svo mikið þarf að fara yfir á milli leikja að leikstjórnendur NFL-liðanna mega engan tíma missa ætli þeir að mæta tilbúnir í næsta leik. Kirk Cousins er leikstjórnandi Washington Redskins og hann missir aldrei að liðsfundum þegar verið er að leggja upp næsta leik. Cousins varð hinsvegar pabbi í síðustu viku og það voru góð ráð dýr því ekki vildi hann missa af fæðingunni og hann mátti heldur ekki missa neitt úr undirbúningnum fyrir næsta leik.Kirk Cousins on fatherhood, having his own office space and... FaceTiming with coaches while his wife was in labor https://t.co/8e4fVlEheRpic.twitter.com/2UCdvr4pNh — Sports Illustrated (@SInow) October 23, 2017 Cousins fann hina einu sönnu millileið í sátt við bæði liðið sitt og eiginkonuna. „Ég hef aldrei áður misst af æfingu síðan að ég kom til liðsins,“ sagði Kirk Cousins í viðtali við Sports Illustrated. Þar fór hann yfir lausnina sem honum datt í hug. Cousins fékk varaleikstjórnandann sinn til að vera með hann á FaceTime á meðan konan var að eiga. Kirk Cousins mætti því með spjaldtölvuna sína inn á fæðingarstofuna.Kirk Cousins FaceTimed into a team meeting while his wife was giving birth: https://t.co/qjwoqBF4hhpic.twitter.com/YthOdcvLVI — Deadspin (@Deadspin) October 24, 2017 „Hríðirnar hjá Julie voru á fjögurra til fimm mínútna fresti og voru í um það bil 30 sekúndur. Fyrir utan þann tíma þá gat ég fylgst með fundinum og einbeitt mér að fótboltanum. Julie sýndi þessu mikinn skilning,“ sagði Kirk Cousins í fyrrnefndu viðtali og bætti við. „Hún gat heyrt í þjálfurunum mínum og liðsfélögunum í fæðingunni en sagði að það væri allt í góðu. Þegar hún þurfti að grípa í höndina á mér til að komast í gegnum hríðarverkina þá var ég klár. Ég var síðan að skoða ipadinn minn á milli hríða. Ljósmóðurinn fannst þetta vera skrýtið og vildi fá meiri einbeitingu frá mér en Julie skildi þetta,“ sagði Cousins.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira