Stjórnmál í takt við tímann Erna Sif Arnardóttir og Erla Björnsdóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði í ár voru veitt til vísindamanna sem uppgötvuðu gang líkamsklukkunar á níunda áratugnum. Í kjölfarið upphófst mikil umræða um þá skökku staðarklukku sem verið hefur á Íslandi frá 1968. Ákvörðunin um að festa staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið um kring var sem sé tekin áratugum áður en skilningur var tilkominn á mikilvægi líkamsklukkunnar og morgunbirtunnar til að stilla líkamsklukkuna af. Í tilefni kosninga ákvað Hið íslenska svefnrannsóknafélag að senda eftirfarandi fyrirspurn á alla stjórnmálaflokka í framboði til alþingiskosninga.1. Hvaða stefnu hefur ykkar stjórnmálaflokkur varðandi breytingar á staðarklukku á Íslandi (halda óbreyttu eða seinka staðarklukku um 1 klst.)?2. Vill ykkur flokkur seinka staðarklukku allt árið um kring eða breyta í sumar- og vetrartíma? Alls svöruðu 8 af 12 flokkum í framboði fyrirspurn svefnfélagsins (engin svör bárust frá Dögun, Pírötum og Samfylkingunni). Enginn flokkur sem svaraði fyrirspurninni var mótfallinn leiðréttingu á staðarklukku þó flestir flokkar hafi ekki enn myndað sér formlega stefnu í málinu. Björt framtíð vill seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund og segir að þetta sé mikilvægt lýðheilsumál. Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins en taka í sama streng og segja mikilvægt „að hlustað sé á vísindamenn á sviði lýðheilsu sem telja að líffræðileg og félagsfræðileg rök hnígi að því að stilla klukkuna meira í takt við líkamsklukkuna, sem aftur er háð hnattstöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetrartímann er klukkan í Reykjavík hálf tvö, en ekki tólf.“ Alþýðufylkingin og Flokkur fólksins styðja einnig að staðarklukkan fylgi betur sólarhringnum og líkamsklukkunni. Viðreisn hefur ekki mótað sér stefnu í málinu en flokkurinn segist „óhræddur við breytingar og reiðubúinn að vega og meta öll málefnaleg sjónarmið faglega með hagsmuni almennings að leiðarljósi“. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn höfðu ekki myndað sér afstöðu til málsins. Heildarsvör hvers flokks má finna á www.svefnfelag.is Vinstri græn segja jafnframt í sínu svari að „yrði klukkunni seinkað um eina klukkustund væru morgnarnir bjartir langt fram í nóvember og byrja aftur að verða bjartir síðari hluta janúar. En áður en slík ákvörðun yrði tekin þarf að fara fram vönduð úttekt á rannsóknum og öllum þeim sjónarmiðum sem sett hafa verið fram um þessi mál“. Einungis Björt framtíð og Vinstri græn tóku beina afstöðu til spurningar varðandi sumar- og vetrartíma og kjósa þá báðir flokkar frekar að vera ekki að hringla með klukkuna eftir árstíma en þó tilbúnir að skoða nánar. Þingályktunartillaga um seinkun staðarklukku hefur alls verið lögð fram fjórum sinnum frá árinu 2010 en þverpólísk samstaða hefur verið um flutning málsins á Alþingi. Hið íslenska svefnrannsóknafélag fagnar þessum jákvæðu viðbrögðum stjórnmálaflokkana og vonast til þess að loknum kosningum sé hægt að hafa málefnalega umræðu á sjónarmiðum hagsmunaaðila um seinkun klukku. Benda má á að bæði Landlæknisembættið, SÍBS, Öryrkjabandalag Íslands, Geðhjálp og Landssamband eldri borgara styðja seinkun klukkunar um 1 klst.Fyrir hönd Hins íslenska svefnrannsóknafélagsDr. Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðunáttúrufræðingur við Svefndeild Landspítala.Dr. Erla Björnsdóttir, varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og sálfræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun