Fjármálaeftirlitið kærir gagnalekann úr Glitni til héraðssaksóknara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 16:07 Stundin hefur að undanförnu unnið fréttir úr gögnum frá Glitni, í samstarfi við Reykjavík Media og breska fjölmiðilinn The Guardian. vísir/heiða Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35
Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37