Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Andri Ólafsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ljósrit af ökuskírteini Markúsar úr gögnum frá slitastjórn Glitnis Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar, þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson (sem hefur látið af störfum) og Markús Sigurbjörnsson samanlagt 487 þúsund hluti í Glitni. Hæsta virði þessara hluta var í júlí 2007 um 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hlutabréf dómaranna í Glitni urðu öll verðlaus þegar bankinn féll í hruninu 2008 og fjárhagslegt tjón þeirra því töluvert. Tjón Markúsar Sigurbjörnssonar af hruni Glitnis var þó minna en annarra dómara. Hann hafði selt alla hluti sína í bankanum í janúar og febrúar 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Viðskiptum Markúsar við Glitni lauk þó ekki þar. Markús tók söluhagnaðinn og nokkurt fé til viðbótar og fór með í eignastýringu hjá Glitni, alls um 60 milljónir króna.Eignir dómaranna í Glitni frá 2007 til 2008.Tók út margar milljónir rétt fyrir hrun Samkvæmt eignastýringarsamningi sem Markús gerði við Glitni skyldu 50 prósent eigna Markúsar fara í skuldabréf, 25 prósent í innlend hlutabréf og 25 prósent í erlend hlutabréf. Markús var ekki eini hæstaréttardómarinn í eignastýringu hjá Glitni. Ingveldur Einarsdóttir átti hlut í peningamarkaðssjóðum Glitnis fram á síðasta dag. Um 6,3 milljónir samtals. Bæði töpuðu þau Markús og Ingveldur á gengislækkunum peningamarkaðssjóða síðustu vikurnar fyrir hrun. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að tap Markúsar á peningamarkaðssjóðum á borð við Sjóð 9 og Sjóð 10 hefði orðið enn meira ef Markús hefði ekki tekið margar milljónir út af reikningum sínum í Glitni örfáum dögum fyrir hrun. Hann tók út fjórar milljónir þann 25. september, fjórum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur og aðrar ellefu milljónir 1. október 2008.Birkir Kristinsson hlaut fjögurra ára dóm í BK-málinu svokallaða.vísirPössuðu peninga Markúsar Þrátt fyrir þessa miklu fjárhagslegu hagsmuni hafa allir þessir dómarar setið og dæmt í málum sem varða annaðhvort hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint. Bæði fyrir og eftir hrun. Sem dæmi um það má nefna að Markús Sigurbjörnsson og Árni Kolbeinsson dæmdu í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan þeir voru báðir hluthafar í bankanum og áttu þar af leiðandi hagsmuna að gæta. Í öllum þremur málunum var Glitnir krafinn um háar upphæðir í skaðabætur en í öllum þremur tilvikum var dæmt Glitni í vil. Eftir hrun hafa svo komið á borð dómaranna allmörg mál ákæruvaldsins gegn ýmsum starfsmönnum bankanna. Þrátt fyrir að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað svo fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi í gegnum peningamarkaðssjóði Glitnis hafa dómarar ekki sagt sig frá þeim málum vegna vanhæfis. Athygli vekur að forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, taldi sig ekki þurfa að lýsa yfir vanhæfi í BK44 málinu svokallaða. Markús dæmdi þar Jóhannes Baldursson og Birki Kristinsson í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Báðir voru þeir starfsmenn deildarinnar sem hélt utan um tugmilljóna króna eignir Markúsar hjá Glitni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35 Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar, þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson (sem hefur látið af störfum) og Markús Sigurbjörnsson samanlagt 487 þúsund hluti í Glitni. Hæsta virði þessara hluta var í júlí 2007 um 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hlutabréf dómaranna í Glitni urðu öll verðlaus þegar bankinn féll í hruninu 2008 og fjárhagslegt tjón þeirra því töluvert. Tjón Markúsar Sigurbjörnssonar af hruni Glitnis var þó minna en annarra dómara. Hann hafði selt alla hluti sína í bankanum í janúar og febrúar 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Viðskiptum Markúsar við Glitni lauk þó ekki þar. Markús tók söluhagnaðinn og nokkurt fé til viðbótar og fór með í eignastýringu hjá Glitni, alls um 60 milljónir króna.Eignir dómaranna í Glitni frá 2007 til 2008.Tók út margar milljónir rétt fyrir hrun Samkvæmt eignastýringarsamningi sem Markús gerði við Glitni skyldu 50 prósent eigna Markúsar fara í skuldabréf, 25 prósent í innlend hlutabréf og 25 prósent í erlend hlutabréf. Markús var ekki eini hæstaréttardómarinn í eignastýringu hjá Glitni. Ingveldur Einarsdóttir átti hlut í peningamarkaðssjóðum Glitnis fram á síðasta dag. Um 6,3 milljónir samtals. Bæði töpuðu þau Markús og Ingveldur á gengislækkunum peningamarkaðssjóða síðustu vikurnar fyrir hrun. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að tap Markúsar á peningamarkaðssjóðum á borð við Sjóð 9 og Sjóð 10 hefði orðið enn meira ef Markús hefði ekki tekið margar milljónir út af reikningum sínum í Glitni örfáum dögum fyrir hrun. Hann tók út fjórar milljónir þann 25. september, fjórum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur og aðrar ellefu milljónir 1. október 2008.Birkir Kristinsson hlaut fjögurra ára dóm í BK-málinu svokallaða.vísirPössuðu peninga Markúsar Þrátt fyrir þessa miklu fjárhagslegu hagsmuni hafa allir þessir dómarar setið og dæmt í málum sem varða annaðhvort hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint. Bæði fyrir og eftir hrun. Sem dæmi um það má nefna að Markús Sigurbjörnsson og Árni Kolbeinsson dæmdu í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan þeir voru báðir hluthafar í bankanum og áttu þar af leiðandi hagsmuna að gæta. Í öllum þremur málunum var Glitnir krafinn um háar upphæðir í skaðabætur en í öllum þremur tilvikum var dæmt Glitni í vil. Eftir hrun hafa svo komið á borð dómaranna allmörg mál ákæruvaldsins gegn ýmsum starfsmönnum bankanna. Þrátt fyrir að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað svo fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi í gegnum peningamarkaðssjóði Glitnis hafa dómarar ekki sagt sig frá þeim málum vegna vanhæfis. Athygli vekur að forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, taldi sig ekki þurfa að lýsa yfir vanhæfi í BK44 málinu svokallaða. Markús dæmdi þar Jóhannes Baldursson og Birki Kristinsson í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Báðir voru þeir starfsmenn deildarinnar sem hélt utan um tugmilljóna króna eignir Markúsar hjá Glitni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35 Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent