Orð og efndir 26. október 2017 07:00 Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun