Öryggisnet löggæslunnar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2017 15:00 Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Ein af grunnskyldum íslenska ríkisins er að tryggja öryggi borgaranna. Til þess að svo geti verið þarf löggæslan í landinu að vera öflug. Miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu á mjög skömmum tíma. Fjöldi erlendra ferðamanna nálgast sjöfalda íbúatölu landsins á þessu ári gangi spár eftir. Líkur eru á að allt að tvö þúsund manns muni leita alþjóðlegrar verndar hér á landi í ár. Það eru tvöfalt fleiri en í fyrra.Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist Í glænýrri skýrslu greiningadeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi 2017 kemur meðal annars fram að skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og sterkur grunur er um vinnumansal. Í skýrslunni kemur einnig fram að sala og dreifing fíkniefna hefur í auknum mæli færst á samfélagsmiðla og netglæpir hafa aukist. Þessi breytti veruleiki kallar á snörp viðbrögð lögreglu. Staðan er þó þannig að skortur er á rannsóknarlögreglumönnum, álag er aukið, veikindi og slys eru algengari hjá lögreglufólki og lögreglan hefur of litla möguleika á að sinna frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts.Öflugri löggæsla er trygging fyrir okkur öll Öflugri löggæsla um land allt er ekki einka- eða hagsmunamál þeirra sem lögreglunni stjórna heldur er hún hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna, fyrirtækin í landinu, sveitarfélögin og síðast en ekki síst alls almennings sem ber mikið traust til lögreglunnar. Tryggja þarf lögreglu nægilega góð starfsskilyrði til að hún geti sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem að henni snúa um land allt, allan ársins hring. Drög að nýrri löggæsluáætlun fyrir Ísland liggur fyrir þar sem tekið er á öryggisstigi, þjónustustigi, mannaflaþörf og fjárveitingum. Ljuka þarf gerð þessarar löggæsluáætlunar og vinna í samræmi við hana. Jafnframt þarf að leggja af hagræðingarkröfu við gerð fjárlaga þegar kemur að réttarvörslukerfinu. Efling lögreglunnar er í sjálfu sér forvarnamál. Með öfluga löggæslu í landinu getur lögreglan komið í veg fyrir alvarlega hluti áður en skaðinn er skeður. Með því er einnig komið í veg fyrir kostnað annars staðar í kerfinu. Við teljum brýnt að efla löggæsluna á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun