Viljum við þessi fjárlög? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. október 2017 10:45 Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er janúar 2018 og fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt eins og það var lagt fram í september sl. Staðan er þessi:Lífeyrir almannatrygginga hækkaði um 4,7% Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að óskertur lífeyrir almannatrygginga hækkaði um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Þessi hækkun breytir engu fyrir fólk með lágar tekjur, sem í boði ríkisstjórnarinnar, er nú, eins og áður fast í fátækt.Tekjuskerðingar örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega eru óbreyttar Félags- og jafnréttismálaráðherra sagði á morgunfundi þann 4. október sl. að „krónu fyrir krónu skerðingin í örorkulífeyrinum er eitthvað sem er hvað mest hamlandi til atvinnuþátttöku og það er alveg ljóst að við eigum að geta gert þarna miklu betur.“ „Krónu á móti krónu“ skerðingin er enn óbreytt og heldur enn stórum hópi lífeyrisþega í fátæktargildru. Frítekjumörk vegna atvinnutekna og fjármagnstekna eru enn þau sömu og þau hafa verið frá árinu 2009.Skattbyrði lágtekjufólks óbreytt Skattbyrði lágtekjufólks er enn óbreytt, en eins og fram kemur í nýlegum skýrslum hefur hún aukist verulega síðustu ár.Rýrari húsnæðisstuðningur Tekjuviðmið og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta eru óbreyttar, sem þýðir að almennar hækkanir launa- og lífeyrisgreiðslna á árinu 2018 rýra húsnæðisbætur til leigjenda. Það sama á við um vaxtabætur.Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu Greiðsluþátttaka sjúklinga hvað varðar tannlækna- og sálfræðiþjónustu er enn fyrir utan greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýlegri könnun voru 92,5% landsmanna hlynntir því að þessi þjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu.Útistandandi skuld vegna tannlæknakostnaðar Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna endurgreiðslu til lífeyrisþega og aldraðra vegna tannlæknaþjónustu hefur ekki verið uppfærð frá 2004 og margir hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu um árabil vegna kostnaðar. Ráðamenn hafa lengi lofað að ganga til samninga við tannlækna og uppfæra gjaldskrá SÍ fyrir tannlækningar og skila lífeyrisþegum þeim endurgreiðslum sem þeir eiga inni. Þau loforð gleymdust í fjárlögum 2018.Möguleikar til menntunar, skóli án aðgreiningar Gríðarlega mikilvægt er að allt fatlað fólk hafi sömu möguleika til menntunar og aðrir þar sem menntun stuðlar að virkni og samfélagsþátttöku. Menntun er mikilvægur liður í því að stuðla að samfélagslegu réttlæti og bættum lífsgæðum og kjörum óháð líkamlegu og andlegu atgervi einstaklinga. Jafna þarf tækifæri allra til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Auka þarf svo um munar fjármagn í þennan lið ef vel á að vera. Enn eru nemendur með sérþarfir án þeirrar lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. Heildarfjármagn til leikskóla og grunnskólastigs lækkaði um 20 m.kr. á milli ára. Fatlað fólk hefur því ekki möguleika á menntun til jafns við aðra.Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) NPA samningar eru aðeins 85 talsins. Tugir fatlaðra einstaklinga bíða enn eftir að fá samning. Kvóti er settur á sjálfstætt líf í stað þess að uppfylla raunverulegar þarfir fólks. Þessi fjárlög viljum við ekki. Við bindum vonir við að ný ríkisstjórn forgangsraði í þágu mannréttinda, velferðar og mannúðar.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun