7 ráðleggingar til verðandi þingmanna Kjartan Þór Ragnarsson skrifar 27. október 2017 11:00 Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að lokum kosningabaráttunnar þar sem kosið verður til nýs þings. Mig langar því að nýta tækifærið og koma áleiðis nokkrum af þeim viðhorfum sem ég hef lagt mig fram um að tileinka mér í störfum mínum eftir bestu getu. Það er von mín að þessi ráð megi gagnast verðandi þingmönnum og geti orðið þeim gott veganesti í störfum þeirra á komandi Alþingi okkur öllum til heilla.1. Sýndu auðmýkt Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.2. Heiðarleiki borgar sig Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.3. Axlaðu ábyrgð Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.4. Lærðu að viðurkenna mistök Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.5. Ekki vera hræsnari Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.6. Hugsaðu út fyrir kassann Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru. Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun