Segja drottningarviðtöl hafa náð nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2017 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í fyrrakvöld í sitt 18. viðtal hjá Fox og þriðja á skömmum tíma. Það eru fleiri viðtöl en hann hefur samtals veitt öðrum sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Samtals hefur hann farið í 26 sjónvarpsviðtöl samkvæmt Washington Post.Hann hefur farið í fimm viðtöl hjá NBC, MSNBC, ABC og CBS. Þar að auki hefur hann farið í þrjú viðtöl til sjónvarpsstöðva kristinna.Að þessu sinni var hann mættur á Fox Business og Lou Dobbs. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en þó aðallega vegna þess hve vinalegt viðtalið var. Það fyrsta sem Dobbs sagði við Trump var: „Á níu mánuðum hefur þú afrekað meira í því að skapa störf. Hreyfingar á mörkuðum hafa verið ótrúlegar og slegið öll met. Allar vísitölur eru í nýjum hæðum, eða nærri þeim. Þú hefur afrekað svo mikið á þessum níu mánuðum. Meðal þess sem Dobbs sagði við Trump í viðtalinu var að hann væri „einn elskaðasti og virtasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna“ og jós hann lofinu yfir forsetann. Þar að auki virtist Dobbs oft á tíðum reyna að hjálpa Trump að svara spurningum sínum. Á næstu mínútum eftir að Dobbs sagði að Trump væri einn elskaðasti forseti Bandaríkjanna sagði hann, samkvæmt eftirriti Fox: „Án efa.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Einmitt.“ „Já, og...“ „Já.“ „Já. Ég. Þú. Þú ert, ef ég má segja svo, allt sem auglýst var þegar þú bauðst þig fram til forseta. Ég kann að meta allt sem þú ert að gera. Takk fyrir kærlega.“ Ástæðan fyrir því að Trump fer einungis í viðtöl hjá Fox gæti verið sú sem Vox bendir á. Það er að síðast þegar hann fór í viðtal hjá öðrum miðli ræddi hann við Lester Holt hjá NBC. Þar viðurkenndi hann að hafa verið að ljúga um ástæðu þess að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Sú viðurkenning leiddi til þess að Robert Mueller var settur í embætti sérstaks saksóknara og gert að rannsaka Trump og framboð hans. Nokkrir stjórnendur kvöldþátta í Bandaríkjunum tóku viðtalið fyrir í gær og gerðu þeir mikið grín að því.Stephen Colbert Seth Meyers Jimmy Kimmel Hér má svo sjá viðtalið í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira