Allt í plati Sigrún Berglind Grétarsdóttir skrifar 27. október 2017 16:30 Flestir komast í gegnum lífið án þess að verða það veikir af völdum slysa eða sjúkdóma, hvort það sé af líkamlegum eða andlegum toga þannig að starfsgetan verði lítil eða engin í kjölfarið og með takmörkunum til tekjuauka. Það getur gerst hvenær sem er á lífsleiðinni og hvar sem einstaklingarnir standa í þjóðfélagsstiganum og fjárhagsstaðan því mismunandi. Það velur enginn að verða öryrki, að missa heilsuna er mikið áfall og veldur fjárhagslegum áhyggjum ásamt skerðingu í samfélagslegri þáttöku bæði í leik og starfi, í gegnum tíðina hefur umræðan oft litast af fordómum í garð örorkulífeyrisþega. Ef hlustað er eftir röddum umrædds hóps koma ýmis orð upp í hugann, fjandsamlegt bótakerfi, lifað við fátækramörk, húsnæðisvandi, skerðingar og að fá að lifa með reisn svo eitthvað sé nefnt. Samhliða breyttu lífsmynstri þarf einstaklingurinn að takast á við mjög svo flókið og fjandsamlegt refsikerfi almannatrygginga sem ætti að sýna meiri skilning í stað þess að þreyta viðkomandi við að sækja sinn rétt, í von um að þeir gefist upp. Rætt er um starfsgetumat en er vitað hvort vinnumarkaðurinn sé tilbúinn í það verkefni að taka við einstaklingum með mismunandi starfsgetu, er það leið stjórnvalda til að verja minna fé í bótagreiðslur, að færri verði gjaldgengir til stuðnings? Heilbrigðiskerfið er talið af mörgum vanfjármagnað og svifaseint sem telja má að búi til veikari einstaklinga og verður dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Tíðrætt hefur verið um skort á úrræðum í geðheilbrigðismálum og einnig fjölgun öryrkja á síðastliðnum árum, fjöldi öryrkja á Íslandi er 18.787 á þessu ári samkvæmt frétt á vísir.is 23. ágúst síðastliðinn í viðtali við heilbrigðisráðherra. Orðræða stjórnmálamanna um hagsæld, góðæri og aukinn kaupmátt hefur ekki skilað sér til örorkulífeyrisþega því margir þeirra búa við kröpp kjör og miklar tekjuskerðingar og fátækt er staðreynd hér á landi, þótt mismunandi séu skoðanirnar og segja má að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Fyrirsagnir í fjölmiðlum fyrir ári síðan voru á þá leið að ríkið hefði aldrei varið meiru til almannatryggingakerfisins, en af hverju heyrast æ fleiri raddir þeirra sem telja að ekki sé rétt gefið. Ómaklegar eru einnig bótasviksumræður sem loða vill í tengslum við örorkulífeyrisþega, en það ýtir undir staðalmyndir þeirra sem svindlara og byrði. Bætt kjör öryrkja hafa verið sett fram í kosningabaráttum ýmissa flokka þeim til fylgisauka en hvar eru efndirnar, vonum að nú verði það ekki eina ferðina enn, bara allt í plati. Ekki skal gleyma því að þingmenn fengu ríflega kauphækkun degi eftir úrslit síðustu kosninga sem námu tugum prósenta og hvort svo verði raunin á ný er ekki vitað. Eru það skilaboðin, eitt fyrir mig en annað fyrir þig? Komið hefur fram í fjölmiðlum að í skýrslu hagdeildar ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998 til 2016 hafi skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998 til 2016 og mest hjá þeim tekjulægstu en megin-ástæðurnar fyrir aukinni skattbyrði eru, samkvæmt skýrslunni, þær að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Gleymum ekki að ráðstöfunartekjurnar duga vart til framfærslu þar sem hár hluti þeirra fer í greiðslu húsnæðis og sérstaklega á erfiðum leigumarkaði. Málefni öryrkja eiga að hljóta hljómgrunn hjá stjórnvöldum og samfélaginu í heild, ekki líta undan og þykjast ekki sjá hvernig málum er háttað. Við vitum aldrei hvað er handan við hornið, hver sem er getur bæst í þeirra raðir. Flokkur fólksins vill að öryrkjum verði tryggð mannsæmandi afkoma svo að þeir geti lifað með reisn. Kjósum X F. Höfundur er í 8. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Flestir komast í gegnum lífið án þess að verða það veikir af völdum slysa eða sjúkdóma, hvort það sé af líkamlegum eða andlegum toga þannig að starfsgetan verði lítil eða engin í kjölfarið og með takmörkunum til tekjuauka. Það getur gerst hvenær sem er á lífsleiðinni og hvar sem einstaklingarnir standa í þjóðfélagsstiganum og fjárhagsstaðan því mismunandi. Það velur enginn að verða öryrki, að missa heilsuna er mikið áfall og veldur fjárhagslegum áhyggjum ásamt skerðingu í samfélagslegri þáttöku bæði í leik og starfi, í gegnum tíðina hefur umræðan oft litast af fordómum í garð örorkulífeyrisþega. Ef hlustað er eftir röddum umrædds hóps koma ýmis orð upp í hugann, fjandsamlegt bótakerfi, lifað við fátækramörk, húsnæðisvandi, skerðingar og að fá að lifa með reisn svo eitthvað sé nefnt. Samhliða breyttu lífsmynstri þarf einstaklingurinn að takast á við mjög svo flókið og fjandsamlegt refsikerfi almannatrygginga sem ætti að sýna meiri skilning í stað þess að þreyta viðkomandi við að sækja sinn rétt, í von um að þeir gefist upp. Rætt er um starfsgetumat en er vitað hvort vinnumarkaðurinn sé tilbúinn í það verkefni að taka við einstaklingum með mismunandi starfsgetu, er það leið stjórnvalda til að verja minna fé í bótagreiðslur, að færri verði gjaldgengir til stuðnings? Heilbrigðiskerfið er talið af mörgum vanfjármagnað og svifaseint sem telja má að búi til veikari einstaklinga og verður dýrara fyrir samfélagið þegar upp er staðið. Tíðrætt hefur verið um skort á úrræðum í geðheilbrigðismálum og einnig fjölgun öryrkja á síðastliðnum árum, fjöldi öryrkja á Íslandi er 18.787 á þessu ári samkvæmt frétt á vísir.is 23. ágúst síðastliðinn í viðtali við heilbrigðisráðherra. Orðræða stjórnmálamanna um hagsæld, góðæri og aukinn kaupmátt hefur ekki skilað sér til örorkulífeyrisþega því margir þeirra búa við kröpp kjör og miklar tekjuskerðingar og fátækt er staðreynd hér á landi, þótt mismunandi séu skoðanirnar og segja má að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Fyrirsagnir í fjölmiðlum fyrir ári síðan voru á þá leið að ríkið hefði aldrei varið meiru til almannatryggingakerfisins, en af hverju heyrast æ fleiri raddir þeirra sem telja að ekki sé rétt gefið. Ómaklegar eru einnig bótasviksumræður sem loða vill í tengslum við örorkulífeyrisþega, en það ýtir undir staðalmyndir þeirra sem svindlara og byrði. Bætt kjör öryrkja hafa verið sett fram í kosningabaráttum ýmissa flokka þeim til fylgisauka en hvar eru efndirnar, vonum að nú verði það ekki eina ferðina enn, bara allt í plati. Ekki skal gleyma því að þingmenn fengu ríflega kauphækkun degi eftir úrslit síðustu kosninga sem námu tugum prósenta og hvort svo verði raunin á ný er ekki vitað. Eru það skilaboðin, eitt fyrir mig en annað fyrir þig? Komið hefur fram í fjölmiðlum að í skýrslu hagdeildar ASÍ um skattbyrði launafólks á árunum 1998 til 2016 hafi skattbyrði aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998 til 2016 og mest hjá þeim tekjulægstu en megin-ástæðurnar fyrir aukinni skattbyrði eru, samkvæmt skýrslunni, þær að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Gleymum ekki að ráðstöfunartekjurnar duga vart til framfærslu þar sem hár hluti þeirra fer í greiðslu húsnæðis og sérstaklega á erfiðum leigumarkaði. Málefni öryrkja eiga að hljóta hljómgrunn hjá stjórnvöldum og samfélaginu í heild, ekki líta undan og þykjast ekki sjá hvernig málum er háttað. Við vitum aldrei hvað er handan við hornið, hver sem er getur bæst í þeirra raðir. Flokkur fólksins vill að öryrkjum verði tryggð mannsæmandi afkoma svo að þeir geti lifað með reisn. Kjósum X F. Höfundur er í 8. sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun