Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2017 08:45 Donald Trump og Robert Mueller. Vísir/Getty Búist er við því að fyrsta handtakan verði framkvæmd vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra í dag (mánudag). Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. Ekki er vitað fyrir hvað er ákært né hver verði ákærður. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, fyrrverandi saksóknari, sem var mikill stuðningsmaður Trump sagði í viðtali á CNN að hver sá sem ákæran beindist gegn ætti „að hafa áhyggjur“.Mueller rannsakar tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og einnig hvort að þau hafi átt í samráði við forsetaframboð Donalds Trump.Sjá einnig: Fyrstu ákærurnar í RússarannsókninniLeyniþjónustur Bandaríkjanna og aðrar öryggisstofnanir komust að þeirri niðurstöðu í janúar að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa Donald Trump að sigra Hillary Clinton. Til þess hefðu þeir meðal annars beitt áróðri og tölvuárásum. Donald Trump hefur að mestu sagt þetta vera rangt. Undanfarna daga hefur hann þar að auki tíst mikið um að Clinton hafi í raun starfað með yfirvöldum í Rússlandi. Bandamenn forsetans hafa reynt að draga úr mikilvægi mögulegrar handtöku fyrir mikilvæga viku fyrir Trump. Til stendur að opinbera val forsetans um hver muni stýra Seðlabanka Bandaríkjanna, lyfta hulunni af nýju skattafrumvarpi og einnig hefst tólf daga ferðalag Trump um Asíu í vikunni. Eins og Politco bendir á lýsti Trump þó ítrekað yfir vanþóknun sinni á rannsókn Mueller í gær.Never seen such Republican ANGER & UNITY as I have concerning the lack of investigation on Clinton made Fake Dossier (now $12,000,000?),.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017...the Uranium to Russia deal, the 33,000 plus deleted Emails, the Comey fix and so much more. Instead they look at phony Trump/Russia,.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017..."collusion," which doesn't exist. The Dems are using this terrible (and bad for our country) Witch Hunt for evil politics, but the R's... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017...are now fighting back like never before. There is so much GUILT by Democrats/Clinton, and now the facts are pouring out. DO SOMETHING! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017All of this "Russia" talk right when the Republicans are making their big push for historic Tax Cuts & Reform. Is this coincidental? NOT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017 Forsetinn hefur ítrekað kallað rannsóknina nornaveiðar og kallar eftir því að repúblikanar „GERI EITTHVAÐ!“ Þá segist hann telja að það sé ekki tilviljun að þessar fregnir berist í sömu viku og repúblikanar ætla að opinbera skattafrumvarpið. Trump sagði einnig að réttast væri að rannsaka Hillary Clinton og sagði repúblikana reiða eftir að í ljós kom að framboð hennar hefði komið að fjármögnun Steele-skýrslunnar svokölluðu.Sjá einnig: Trump segist fórnarlamb falskrar skýrsluHann vísaði einnig til ásakana um að Clinton hefði sem utanríkisráðherra selt Rússlandi um fimmtung af Úraníumi Bandaríkjanna sem tilefni til rannsóknar. Þær ásakanir voru þó hraktar fyrir löngu síðan af mörgum miðlum.Lögfræðingur Hvíta hússins sagði í gær að tíst Trump hefðu ekkert með aðgerðir Robert Mueller að gera. „Þvert á það sem margir hafa gefið í skyn, tengjast ummæli forsetans ekki rannsókn sérstaks saksóknara, sem forsetinn starfar áfram með,“ sagði Ty Cobb, lögfræðingur Hvíta hússins.Nokkrir sem koma til greinaFréttaveitan Reuters hefur farið yfir rannsókn Mueller og hverjir hafi verið fengnir í yfirheyrslur. Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er einn þeirra og sömuleiðis Sean Spicer, fyrrverandi talsmaður Hvíta hússins.Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit á heimili Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, í sumar. Hann hefur verið til rannsóknar vegna fasteignaviðskipta í Rússlandi og starfa hans fyrir stjórnmálaflokk í Úkraínu sem talinn er hliðhollur Rússlandi.Sömuleiðis hefur Michael Flynn, ráðgjafi í framboði Trump og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, verið til rannsóknar. Hann var rekinn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar eftir að hann sagði meðal annars Mike Pence, varaforseta, ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Repúblikanar hafa gagnrýnt að upplýsingar um ákæruna hafi lekið til fjölmiðla og segja það vera klárt lögbrot. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22 Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, ræddi tíma sinn í Hvíta húsinu í 60 mínútum í gærkvöldi. 11. september 2017 07:26 Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra. 27. október 2017 18:46 Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Búist er við því að fyrsta handtakan verði framkvæmd vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra í dag (mánudag). Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. Ekki er vitað fyrir hvað er ákært né hver verði ákærður. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, fyrrverandi saksóknari, sem var mikill stuðningsmaður Trump sagði í viðtali á CNN að hver sá sem ákæran beindist gegn ætti „að hafa áhyggjur“.Mueller rannsakar tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og einnig hvort að þau hafi átt í samráði við forsetaframboð Donalds Trump.Sjá einnig: Fyrstu ákærurnar í RússarannsókninniLeyniþjónustur Bandaríkjanna og aðrar öryggisstofnanir komust að þeirri niðurstöðu í janúar að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa Donald Trump að sigra Hillary Clinton. Til þess hefðu þeir meðal annars beitt áróðri og tölvuárásum. Donald Trump hefur að mestu sagt þetta vera rangt. Undanfarna daga hefur hann þar að auki tíst mikið um að Clinton hafi í raun starfað með yfirvöldum í Rússlandi. Bandamenn forsetans hafa reynt að draga úr mikilvægi mögulegrar handtöku fyrir mikilvæga viku fyrir Trump. Til stendur að opinbera val forsetans um hver muni stýra Seðlabanka Bandaríkjanna, lyfta hulunni af nýju skattafrumvarpi og einnig hefst tólf daga ferðalag Trump um Asíu í vikunni. Eins og Politco bendir á lýsti Trump þó ítrekað yfir vanþóknun sinni á rannsókn Mueller í gær.Never seen such Republican ANGER & UNITY as I have concerning the lack of investigation on Clinton made Fake Dossier (now $12,000,000?),.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017...the Uranium to Russia deal, the 33,000 plus deleted Emails, the Comey fix and so much more. Instead they look at phony Trump/Russia,.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017..."collusion," which doesn't exist. The Dems are using this terrible (and bad for our country) Witch Hunt for evil politics, but the R's... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017...are now fighting back like never before. There is so much GUILT by Democrats/Clinton, and now the facts are pouring out. DO SOMETHING! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017All of this "Russia" talk right when the Republicans are making their big push for historic Tax Cuts & Reform. Is this coincidental? NOT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017 Forsetinn hefur ítrekað kallað rannsóknina nornaveiðar og kallar eftir því að repúblikanar „GERI EITTHVAÐ!“ Þá segist hann telja að það sé ekki tilviljun að þessar fregnir berist í sömu viku og repúblikanar ætla að opinbera skattafrumvarpið. Trump sagði einnig að réttast væri að rannsaka Hillary Clinton og sagði repúblikana reiða eftir að í ljós kom að framboð hennar hefði komið að fjármögnun Steele-skýrslunnar svokölluðu.Sjá einnig: Trump segist fórnarlamb falskrar skýrsluHann vísaði einnig til ásakana um að Clinton hefði sem utanríkisráðherra selt Rússlandi um fimmtung af Úraníumi Bandaríkjanna sem tilefni til rannsóknar. Þær ásakanir voru þó hraktar fyrir löngu síðan af mörgum miðlum.Lögfræðingur Hvíta hússins sagði í gær að tíst Trump hefðu ekkert með aðgerðir Robert Mueller að gera. „Þvert á það sem margir hafa gefið í skyn, tengjast ummæli forsetans ekki rannsókn sérstaks saksóknara, sem forsetinn starfar áfram með,“ sagði Ty Cobb, lögfræðingur Hvíta hússins.Nokkrir sem koma til greinaFréttaveitan Reuters hefur farið yfir rannsókn Mueller og hverjir hafi verið fengnir í yfirheyrslur. Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, er einn þeirra og sömuleiðis Sean Spicer, fyrrverandi talsmaður Hvíta hússins.Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit á heimili Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, í sumar. Hann hefur verið til rannsóknar vegna fasteignaviðskipta í Rússlandi og starfa hans fyrir stjórnmálaflokk í Úkraínu sem talinn er hliðhollur Rússlandi.Sömuleiðis hefur Michael Flynn, ráðgjafi í framboði Trump og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, verið til rannsóknar. Hann var rekinn úr starfi þjóðaröryggisráðgjafa í febrúar eftir að hann sagði meðal annars Mike Pence, varaforseta, ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Repúblikanar hafa gagnrýnt að upplýsingar um ákæruna hafi lekið til fjölmiðla og segja það vera klárt lögbrot.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22 Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, ræddi tíma sinn í Hvíta húsinu í 60 mínútum í gærkvöldi. 11. september 2017 07:26 Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra. 27. október 2017 18:46 Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22
Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Stephen Bannon, fyrrum ráðgjafi Bandaríkjaforseta, ræddi tíma sinn í Hvíta húsinu í 60 mínútum í gærkvöldi. 11. september 2017 07:26
Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra. 27. október 2017 18:46
Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. 11. júlí 2017 16:30
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26
Fyrrverandi kosningastjóri Trump þáði milljónir frá flokki vilhöllum Rússum Paul Manafort var kosningastjóri Donald Trump þangað til í ágúst. Hann hefur nú skráð sig sem útsendari erlendra aðila og upplýst að hann hafi þegið 17,1 milljón dollara frá úkraínskum stjórnmálaflokki sem er hallur undir Rússland. 28. júní 2017 12:03