Jón og séra Jón Katrín Fjeldsted skrifar 10. október 2017 07:00 Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun