Jón og séra Jón Katrín Fjeldsted skrifar 10. október 2017 07:00 Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjaratkvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnarskrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reykvíkinga. Við tókum sæti í stjórnlagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sammála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá.Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikillar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um.Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundnum verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá.Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum tillögum stjórnlagaráðs. Höfundur er læknir og fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun