Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 11:00 Harvey Weinstein og Ramola Garai áttu fund þegar hún var 18 ára gömul og reyna að koma sér á framfæri í kvikmyndabransanum. Hún segir fundinn hafa verið niðurlægjandi. vísir/getty Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Bresku leikkonunni Ramolu Garai fannst brotið á sér eftir fund með kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. Garai segir að fundurinn hafi verið niðurlægjandi og að á honum hafi Weinstein misnotað vald sitt en hann tók á móti henni á slopp einum klæða. Garai, sem lék meðal annars í The Atonment og þáttunum The Hour, er ekki fyrsta leikkonan til þess að lýsa slæmri upplifun sinni af samskiptum sínum við Weinstein og saka hann um kynferðislega áreitni. Konur í kvikmyndabransanum hafa seinustu daga stigið fram og sagt frá áreitni kvikmyndaframleiðandans í þeirra garð. Ítarleg umfjöllun bandaríska blaðsins New York Times um áreitni Weinstein vakti mikla athygli í liðinni viku og á sunnudaginn var hann rekinn frá sínu eigin framleiðslufyrirtæki, The Weinstein Company, vegna ásakananna. „Eins og önnur hver kona í þessum brans þá hef ég farið í „prufu“ hjá Harvey Weinstein, en ég var í raun búin að fara í prufu. Hann þurfti bara persónulega að samþykkja þig. Ég þurfti því á hótelherbergið hans í Savoy þar sem hann tók á móti mér í baðslopp einum klæða. Ég var bara 18 ára, mér fannst á mér brotið og ég á enn mjög sterka minningu um þetta,“ segir Garai í samtali við The Guardian. Garai segir að þetta atvik í London hafi gefið henni vísbendingar um það hvernig Weinstein nálgaðist konur í kvikmyndabransanum. Þannig setti hann ungar leikkonur, sem gjarnan voru örvæntingarfullar um að ná langt, í niðurlægjandi aðstæður til að sanna að hefði valdið yfir þeim. „Ég var bara þarna og punkturinn var að hann gat fengið unga konu til koma þarna til hans. Ég hafði ekkert val, þetta var niðurlægjandi og hann var með valdið. Þetta var misnotkun á valdi,“ segir Garai. Bæði Meryl Streep og Judi Dench, sem báðar hafa unnið mikið með Weinstein, hafa báðar fordæmt framkomu Weinstein en sögðust hvorugar hafa vitað af henni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Kynferðisbrot kvikmyndaframleiðanda komu Trump ekki á óvart Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur látið verulegt fé af hendi rakna í kosningasjóði demókrata í gegnum tíðina. 8. október 2017 10:49
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu eftir umfjöllun The New York Times en heyra mátti öskur og rifrildi á neyðarfundi fyrirtækisins seint í gærkvöldi. 6. október 2017 20:08