Donald Trump Bandaríkjaforseti fór á dögunum við stríð við NFL-deildina er hann krafðist þess að leikmenn sem standa ekki meðan þjóðsöngurinn sé spilaður yrðu reknir úr deildinni.
Þessi harða krafa forsetans hafði í fyrstu þau áhrif að fleiri lið og leikmenn stóðu saman í sínum mótmælum.
Trump vildi að eigendur liðanna myndu taka hart á þessu og hinn umdeildi eigandi Dallas Cowboys, Jerry Jones, hefur ákveðið að fara að fyrirmælum forsetans.
Þeir leikmenn Cowboys sem standa ekki í þjóðsöngnum munu ekki fá að spila. Punktur.
Þarna þykir mörgum sem eigandinn sé að brjóta á rétti leikmanna að tjá sig og það verða líklega enn meiri læti í kringum Kúrekanna næstu vikur út af þessu máli.
Eigandi Cowboys hlýðir Trump í einu og öllu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
