Matvöruverslunin Víðir til sölu Hörður Ægisson skrifar 11. október 2017 08:00 Fyrsta verslun Víðis var opnuð í Skeifunni 2011. Vísir/Ernir Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira