Matvöruverslunin Víðir til sölu Hörður Ægisson skrifar 11. október 2017 08:00 Fyrsta verslun Víðis var opnuð í Skeifunni 2011. Vísir/Ernir Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eigendur matvöruverslunarinnar Víðis, sem rekur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu, leita nú að fjárfestum til að kaupa allt hlutafé félagsins. Þannig hafa forsvarsmenn Víðis að undanförnu sett sig í samband við mögulega fjárfesta í því skyni að kanna áhuga þeirra á að gera tilboð í verslunina, samkvæmt heimildum Markaðarins. Víðir er í eigu Eiríks Sigurðarsonar kaupmanns og eiginkonu hans, Helgu Gísladóttur, en þau opnuðu fyrstu Víðisverslunina árið 2011 í Skeifunni. Í dag starfrækir Víðir einnig verslanir við Hringbraut í Vesturbæ, Ingólfsstræti, Borgartúni og á Garðatorgi í Garðabæ. Eiríkur hefur oft verið kenndur við 10-11, sem hann stofnaði á sínum tíma, en hann seldi síðar verslanakeðjuna til Haga. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum. Eftir tæplega 13 milljóna króna tap á rekstrinum árið 2015 skilaði verslunin hins vegar um 49 milljóna hagnaði í fyrra. Afkoma Víðis fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 112 milljónum borið saman við 16 milljónir á árinu 2015. Heildarvelta Víðis var 2.270 milljónir í fyrra og dróst lítillega saman á milli ára. Heildareignir Víðis voru um 680 milljónir í árslok 2016 en eigið fé félagsins aðeins um 70 milljónir. Eiginfjárhlutfall Víðis er því um tíu prósent. Heildarskuldir verslunarinnar eru rúmlega 600 milljónir og þar á meðal er um 200 milljónabankaskuld. Matvöruverslunin, rétt eins og aðrar verslanir á dagvörumarkaði, hefur ekki farið varhluta af innkomu Costco á markað hérlendis sem hefur endurspeglast í lakari afkomu af rekstri verslunarinnar á undanförnum mánuðum, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þannig hefur hlutabréfaverð Haga, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss og Hagkaups, lækkað í verði um ríflega 30 prósent frá opnun Costco og hefur félagið í tvígang sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram hefur komið að sölusamdráttur hafi orðið í júní og júlí og vísað til þess að breytt samkeppnisumhverfi hafi haft áhrif á rekstur og markaðsstöðu félagsins. Gert er ráð fyrir því að EBITDA Haga verði um 20 prósentum lægri á öðrum fjórðungi rekstrarársins en á sama tíma fyrir ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira