Finnur Reyr og Tómas selja allan hlut sinn í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 11. október 2017 09:45 Kvika banki stefnir á First North markaðinn í Kauphöllinni fyrir árslok. Vísir/GVA Fjárfestingafélagið Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem átti um 7,27 prósenta hlut í Kviku, hefur losað um allan hlut sinn í fjárfestingabankanum. Kaupandi að bréfunum voru Lífsverk lífeyrissjóður, sem hefur eignast 2,33 prósenta hlut í Kviku banka, og ýmsir fjárfestar í gegnum safnreikning Virðingar. Þá hefur Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku, einnig selt um hálfs prósents hlut sinn í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað Lífsverk og fjárfestarnir greiddu fyrir bréfin en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku að undanförnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Fjárfestar í gegnum safnreikning Virðingar eiga nú samanlagt 8,29 prósenta hlut í bankanum eftir viðskiptin í síðustu viku. Þar munar mest um rúmlega 3,3 prósenta hlut Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns Kaupþings, og eiginkonu hans Hjördísar Ásberg. Þau eignuðust þann hlut í júlí síðastliðnum. Viðskiptafélagarnir Finnur Reyr og Tómas leiddu hóp fjárfesta sem keypti 65 prósenta hlut í Straumi fjárfestingabanka sumarið 2014 en ári síðar sameinaðist bankinn MP banka undir nafni Kviku. Finnur Reyr tók í kjölfarið sæti sem varaformaður stjórnar Kviku banka en á aðalfundi, sem haldinn var í mars fyrr á þessu ári, lét hann hins vegar af störfum í stjórn bankans.Finnur Reyr var um tíma varaformaður stjórnar Kviku banka.Þeir Finnur og Tómas hafa verið á meðal umsvifamestu einkafjárfestanna í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og eru félög í eigu þeirra í hópi stórra hluthafa í Sjóvá, Regin fasteignafélagi, og Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins. Hagnaður Siglu á síðasta ári nam rúmlega 1.630 milljónum króna og nemur eigið fé félagsins um 4.745 milljónum. Kvika festi kaup á öllu hlutafé í Virðingu fyrr á árinu en gert ráð fyrir að samruni félaganna gangi formlega í gegn fyrir áramót þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins hefur fengist. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna skuli að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni fyrir árslok. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 946 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 26,2 prósent en eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir króna um mitt þetta ár. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með rúmlega fjórðungshlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,93 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,55 prósenta hlut.Athugasemd: Í prentútgáfu blaðsins sagði að Hjörleifur Jakobsson og eiginkona hans væru orðin einir stærstu hluthafar Kviku eftir að hafa bætt við sig um fimm prósenta hlut í bankanum í gegnum safnreikning Virðingar. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Þær upplýsingar byggðust á uppfærðum hluthafalista Kviku föstudaginn 6. október síðastliðinn þar sem sagði að þau hjónin stæðu að baki 8,29 prósenta hlut safnreiknings Virðingar. Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fjárfestingafélagið Sigla, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, sem átti um 7,27 prósenta hlut í Kviku, hefur losað um allan hlut sinn í fjárfestingabankanum. Kaupandi að bréfunum voru Lífsverk lífeyrissjóður, sem hefur eignast 2,33 prósenta hlut í Kviku banka, og ýmsir fjárfestar í gegnum safnreikning Virðingar. Þá hefur Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku, einnig selt um hálfs prósents hlut sinn í bankanum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekki fást staðfestar upplýsingar um hvað Lífsverk og fjárfestarnir greiddu fyrir bréfin en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku að undanförnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Fjárfestar í gegnum safnreikning Virðingar eiga nú samanlagt 8,29 prósenta hlut í bankanum eftir viðskiptin í síðustu viku. Þar munar mest um rúmlega 3,3 prósenta hlut Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarmanns Kaupþings, og eiginkonu hans Hjördísar Ásberg. Þau eignuðust þann hlut í júlí síðastliðnum. Viðskiptafélagarnir Finnur Reyr og Tómas leiddu hóp fjárfesta sem keypti 65 prósenta hlut í Straumi fjárfestingabanka sumarið 2014 en ári síðar sameinaðist bankinn MP banka undir nafni Kviku. Finnur Reyr tók í kjölfarið sæti sem varaformaður stjórnar Kviku banka en á aðalfundi, sem haldinn var í mars fyrr á þessu ári, lét hann hins vegar af störfum í stjórn bankans.Finnur Reyr var um tíma varaformaður stjórnar Kviku banka.Þeir Finnur og Tómas hafa verið á meðal umsvifamestu einkafjárfestanna í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og eru félög í eigu þeirra í hópi stórra hluthafa í Sjóvá, Regin fasteignafélagi, og Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins. Hagnaður Siglu á síðasta ári nam rúmlega 1.630 milljónum króna og nemur eigið fé félagsins um 4.745 milljónum. Kvika festi kaup á öllu hlutafé í Virðingu fyrr á árinu en gert ráð fyrir að samruni félaganna gangi formlega í gegn fyrir áramót þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins hefur fengist. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að stjórn Kviku hefði samþykkt að stefna skuli að skráningu hlutabréfa bankans á First North markaðinn í Kauphöllinni fyrir árslok. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 946 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 26,2 prósent en eigið fé Kviku var um 8.200 milljónir króna um mitt þetta ár. Stærstu hluthafar Kviku í dag eru tryggingafélagið VÍS með rúmlega fjórðungshlut, félag í meirihlutaeigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, sem á 9,93 prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna með 9,55 prósenta hlut.Athugasemd: Í prentútgáfu blaðsins sagði að Hjörleifur Jakobsson og eiginkona hans væru orðin einir stærstu hluthafar Kviku eftir að hafa bætt við sig um fimm prósenta hlut í bankanum í gegnum safnreikning Virðingar. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Þær upplýsingar byggðust á uppfærðum hluthafalista Kviku föstudaginn 6. október síðastliðinn þar sem sagði að þau hjónin stæðu að baki 8,29 prósenta hlut safnreiknings Virðingar.
Markaðir Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira