Hækka verðmat á Skeljungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 11:00 Afkoma Skeljungs var yfir væntingum greinenda á fyrri helmingi ársins. Vísir/GVA Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira