Terry Crews varð fyrir kynferðislegri áreitni á viðburði í Hollywood Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2017 00:15 Terry Crews segist skilja að fólk velji að tilkynna ekki kynferðislegt ofbeldi. Getty Leikarinn Terry Crews sagði frá því á Twitter í kvöld að framkvæmdastjóri í Hollywood hafi áreitt sig kynferðislega. Framkvæmdastjórinn greip í kynfæri leikarans á viðburði í Hollywood en atvikið var ekki kært. Ástæða þess að Crews segir frá þessu opinberlega núna er að hann hafði fengið áfallastreyturöskun eftir fréttirnar um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. „Ég og eiginkona mín vorum á viðburði í Hollywood á síðasta ári og hátt settur Hollywood framkvæmdastjóri kom til mín og káfaði á kynfærum mínum utanklæða. Ég stökk aftur á bak og spurði Hvað ertu að gera? Konan mín sá þetta allt saman og við horfðum á hann eins og hann væri brjálaður. Hann glotti bara eins og fífl.“ Crews segist hafa hætt við að ráðast á manninn, sem hann greinir ekki á nafn, til að forðast fangelsi og fyrirsagnir í fjölmiðlum. Hjónin yfirgáfu viðburðinn strax en daginn eftir sagði Crews öllum sem hann þekkti sem voru að vinna með framkvæmdastjóranum frá þessu. „Hann hringdi í mig daginn eftir og baðst afsökunar en útskýrði aldrei af hverju hann gerði það sem hann gerði.“ Viðurkennir Crews að völd og áhrif framkvæmdastjórans hafi spilað hlutverk í ákvarðanatöku hans um að fara ekki með málið lengra. „Ég lét kyrrt liggja og ég skil af hverju svo margar konur sem verða fyrir þessu láta þetta kyrrt liggja.“ Vonar Crews að ákvörðun sín um að stíga fram og segja frá kynferðisofbeldinu muni hindra ofbeldismann og hvetja einhvern sem upplifir vonleysi. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Leikarinn Terry Crews sagði frá því á Twitter í kvöld að framkvæmdastjóri í Hollywood hafi áreitt sig kynferðislega. Framkvæmdastjórinn greip í kynfæri leikarans á viðburði í Hollywood en atvikið var ekki kært. Ástæða þess að Crews segir frá þessu opinberlega núna er að hann hafði fengið áfallastreyturöskun eftir fréttirnar um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. „Ég og eiginkona mín vorum á viðburði í Hollywood á síðasta ári og hátt settur Hollywood framkvæmdastjóri kom til mín og káfaði á kynfærum mínum utanklæða. Ég stökk aftur á bak og spurði Hvað ertu að gera? Konan mín sá þetta allt saman og við horfðum á hann eins og hann væri brjálaður. Hann glotti bara eins og fífl.“ Crews segist hafa hætt við að ráðast á manninn, sem hann greinir ekki á nafn, til að forðast fangelsi og fyrirsagnir í fjölmiðlum. Hjónin yfirgáfu viðburðinn strax en daginn eftir sagði Crews öllum sem hann þekkti sem voru að vinna með framkvæmdastjóranum frá þessu. „Hann hringdi í mig daginn eftir og baðst afsökunar en útskýrði aldrei af hverju hann gerði það sem hann gerði.“ Viðurkennir Crews að völd og áhrif framkvæmdastjórans hafi spilað hlutverk í ákvarðanatöku hans um að fara ekki með málið lengra. „Ég lét kyrrt liggja og ég skil af hverju svo margar konur sem verða fyrir þessu láta þetta kyrrt liggja.“ Vonar Crews að ákvörðun sín um að stíga fram og segja frá kynferðisofbeldinu muni hindra ofbeldismann og hvetja einhvern sem upplifir vonleysi.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00