Fátækt gamalla kvenna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 11. október 2017 08:32 Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það er vont að árið 2017 sé enn full ástæða til að hafa áhyggjur af fátækt kvenna á efri árum. En reyndin er samt sú að misjafnt mat á vinnuframlagi, kynbundinn launamunur, karllægt lífeyriskerfi og óhagstætt námslánakerfi eru þættir sem saman og sinn í hvoru lagi auka á aðstöðumun kynjanna á efri árum hérlendis, þannig að hallar á konur.Vanmat á störfum kvenna Konur hafa í gegnum tíðina lagt af mörkum mikið starf innan heimila sem ekki skapar réttindi til lífeyris, nema á formi ellilífeyris frá Tryggingastofnun sem er frekar magur biti. Að auki er verðmat starfa þar sem konur eru í meirihluta mun lægra en hefðbundinna starfa karla. Sú staðreynd hnikast hægt, þrátt fyrir góð skref á borð við jafnlaunavottun. Karllægt lífeyriskerfi Íslenskur vinnumarkaður er í grunninn sniðinn af körlum, fyrir karla, þar með talið lífeyriskerfið. Nú er öll ávinnsla lífeyrisréttinda aldurstengd, þannig að iðgjöld sem verða til við ungan aldur starfsmanns vega þyngra en þau sem falla til síðar á ævinni. Þessi aldurstenging getur verið konum í óhag af tvennum sökum. Í fyrsta lagi stunda þær oftar langskólanám og koma því síðar út á vinnumarkaðinn og í öðru lagi missa þær meira úr í kringum barneignir. Verðmætu árin á vinnumarkaði eru því færri hjá konum en körlum. Mótvægi við þetta skortir, til dæmis á formi hærri launa fyrir menntun og jafnara verðmats starfa milli kven- og karllægra geira.Námslán og endurgreiðsla þeirra Enn í dag er húsnæðis- og barneignastuðningur námsfólks veittur á formi hærri námslána. Það er í raun merkileg ráðstöfun, að krefjast endurgreiðslna fyrir þennan stuðning með áföllnum vöxtum langt fram eftir ævi. Hver ætli sé pælingin á bakvið það, ef einhver? Getur verið að námslán kvenna beri oftar þetta álag? Afborganir námslána eru tekjutengdar og því saxast hægar á höfuðstólinn eftir því sem laun eru lægri. Á meðan ævitekjur kvenna eru lægri en karla, verða þær því fleiri ár með námslánabyrði í sínu heimilisbókhaldi. Sem er ávísun á minni sparnað.Ellilífeyrir Tryggingastofnunar, frítekjumark og fleira Nýlegar breytingar á forsendum ellilífeyris frá TR mæta mikilli – og réttmætri – gagnrýni. Fyrst og fremst vegna frítekjumarksins, sem dregur úr hvata fólks til að stunda launaða vinnu samhliða lífeyrisgreiðslum. Sú umræða virðist mér samt alveg laus við kynjagleraugu, sem er miður. Árið 2017 fer um 15 milljarða króna aukning inn í ellilífeyrisþátt almannatrygginga, þrátt fyrir frítekjumarkið. Sú hækkun skýrist ekki af fjölgun ellífeyrisþega, því hún er ekki fyrir hendi. Meðalgreiðslur hækka því til hvers og eins þegar á heildina er litið. Aukning er sérstaklega í heimilisuppbótarþættinum, en svo vill til að konur eru í meirihluta hvað þær greiðslur varðar. Konur eru reyndar í meirihluta ellilífeyrisþega yfir höfuð, enda með minni réttindi í almennum sjóðum og mun minni launatekjur en karlar. Við skulum endilega hraða afnámi frítekjumarksins, það er þjóðfélaginu öllu til hagsbóta og um það erum við öll sammála. Gleymum hins vegar ekki því meginverkefni að leiðrétta kjaraskekkjurnar sem skapa enn í dag fátækt gamalla kvenna. Við getum einfaldlega ekki verið þekkt fyrir það.Höfundur er oddviti lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi í Alþingiskosningum 2017
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun