Afnemum verðtrygginguna Lárus S. Lárusson skrifar 12. október 2017 07:00 Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingin er mikill skaðvaldur fyrir heimilin í landinu. Verðtrygging lána veltir allri áhættu af verðbólgu framtíðarinnar yfir á heimilin en gerir banka og lánveitendur stikk-frí. Verðtrygging er ósanngjarn lánasamningur sem banna ætti með lögum. Enginn lánveitandi ætti að geta tryggt sig gegn framtíðarverðbólgu á kostnað heimila. Sé það leyft hafa lánastofnanir landsins lítinn hvata til að vinna gegn verðbólgu. Bankarnir eiga svo mikið af verðtryggðum útlánum að þeir hagnast um 2-3 milljarða fyrir hvert prósent sem verðlag hækkar. Þetta er viðsjárverð staða fyrir heimilin því bankar geta með þessu haft áhrif á verðlagsþróun. Það er að sjálfsögðu óásættanlegt að bankar geti hagnast á verðbólgu á kostnað heimilanna. Erlendir og innlendir hagfræðingar vara eindregið við verðtryggingu íbúðalána. Til dæmis geti efnahagsáföll og gengislækkun leitt til stökkbreytingar verðtryggðra lána. Einnig hafa verið færð rök fyrir því að verðtryggingin dragi svo úr virkni stýrivaxta að þeir þurfi að vera hærri en ella auk þess sem verðtryggð íbúðalán ýti undir hringrás verðlagshækkana. Á meðan löglegt er að bjóða upp á verðtryggð lán munu mörg heimili freistast til að taka á sig áhættu af verðbólgu framtíðarinnar í þeirri von að hún raungerist ekki. Mörg heimili munu áfram taka verðtryggð jafngreiðslulán þótt vitað sé að höfuðstóll þeirra hækkar fyrstu tuttugu árin og skuldastreðið standi út starfsævina. Þess vegna telur Framsókn nauðsynlegt að afnema verðtryggingu neytendalána svo þeim bjóðist kjör sem heimili ráða við. Setja þarf bann við veitingu nýrra verðtryggðra lána, létta greiðslubyrði óverðtryggðra lána og skapa hvata og stuðning til að umbreyta verðtryggðum skuldum í óverðtryggð lán. Ýmsar útfærslur eru mögulegar til að ná þessum markmiðum. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvörp um afnám verðtryggingar og er reiðubúinn til að vinna að þessu mikilvæga verkefni í samráði við aðra þingflokka. Ávinningur þess að banna verðtryggingu og umbreyta eldri lánum í óverðtryggð lán er margþættur og munu vextir óverðtryggðra lána lækka. Peningastefnutæki Seðlabankans verða skilvirkari og stýrivextir og vaxtastig lækka. Verðbólguáhættu framtíðarinnar verður deilt jafnar milli lánveitenda og heimilanna. Komi til verðbólguskots mun ekki þurfa að hækka vexti jafn mikið til að slá á á þensluna. Bankar munu ekki geta velt allri verðbólgunni yfir í vaxtastigið og þeir munu ekki geta bætt sjálfum sér verðbólguna á kostnað heimila með því að hækka eftirstöðvar lána. Afnám verðtryggingarinnar er mesta kjarabót sem hægt er að ná fram fyrir heimilin í landinu. Lífið á nefnilega að snúast um ýmislegt annað og meira en bara strita fyrir steypu. Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun