Fjölskyldan er hjartað Eva H. Baldursdóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir hinstu hvílu og hugsar til þess hverju það hefði mátt breyta er eitt af því sem er oftast sagt: „Ég hefði viljað vinna minna og vera meira með börnum mínum og fjölskyldu.“ Sameiginleg velferð fjölskyldunnar situr í fyrirrúmi og okkar stefna er að leggja líka það viðhorf til grundvallar í stjórnmálum. Hugsa um heildarmyndina. Sameiginlega velferð samfélagsins. Á tímum uppgangs er það því miður svo að fráfarandi hægri stjórn hefur ekki forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna. Árið 2013 var eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokksins að hætta við lengingu fæðingarorlofs sem hafði verið samþykkt á Alþingi. Undanfarin ár hafa svo 12 þúsund fjölskyldur dottið út úr barnabótakerfinu og helmingi færri fá vaxtabætur nú en fyrir nokkrum árum. Með þessu er auðvitað verið að draga úr jöfnuði, það er verið að draga tennurnar úr sterka velferðarsamfélaginu. Þó skattar hafi eitthvað lækkað dregur þessi þáttur úr skattalækkunum á tekjur okkar sem mynda millitekjuhópa. Á vakt hægri flokkanna hafa líka birst rannsóknir sem sýna að 6.000 börn líða efnahagslegan skort á Íslandi. 6.000 börn sem eiga ekki nóg af fötum og búa ekki í nógu góðu húsnæði. Það hlýtur að vera skylda okkar að fara í átak til að mæta þessum vanda, aukning barnabóta ætti að vera liður í því en er ekki nóg. Hér þarf átak, greina hvað er það sem veldur og hvað ríkið geti gert og ráðast svo í það. Börnum verður að veita jöfn tækifæri. Ísland er ágætt samfélag að mörgu leyti. Efnahagsleg skilyrði eru hagfelld. Okkar hugmyndafræði er að halda áfram á þeirri vegferð, bjóða upp á pólitískan og efnahagslegan stöðugleika – og ekki síst að byggja upp þekkingarsamfélag og búa atvinnulífinu góð kjör. En okkar stefna gengur fyrst út á að setja fjölskylduna í forgang. Það getur ekki annað en þjónað öllu samfélaginu, þ.m.t. fyrirtækjum, að búa við sterka velferð. Að hugsað sé nægilega vel um menntun og heilsu þjóðarinnar. Þó það sé góðra gjalda vert að borga niður skuldir ríkissjóðs, og því ber auðvitað að fagna, þá er dýrkeypt að skólar og heilbrigðisþjónusta séu árum saman undirfjármögnuð og hafi ekki tök á því að sinna grunnhlutverki sínu jafn farsællega og þörf er á. Fjölskyldan er hjartað og hryggjarstykkið. Hún á að vera í algjörum forgangi. Fjölskyldur með börn búa allajafna við mest útgjöld, en það er einmitt tíminn þegar skattalegar ívilnanir í formi greiðslna eru nauðsynlegar. Raunar eru barnabætur rangnefni og ættu að heita greiðslur. Við viljum strax: • Tvöfalda barnabætur – endurreisa kerfið. • Lengja fæðingarorlof í skrefum og hækka gólfið á fæðingarorlofinu – fara í samstarfsverkefni með sveitarfélögunum sem vilja brúa bilið og taka börn fyrr inn á leiksskóla. • Fara í tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar. • Vinna aðgerðaráætlun til að draga úr fátækt barna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun