Græðararnir í heilbrigðiskerfinu Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 11. október 2017 16:30 Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er viðbúið að fólk kjósi frekar að hið opinbera heldur en einkaðilar sjái um rekstur heilbrigðiskerfisins og fleiri grunnstoða samfélagsins. Að minnsta kosti þegar fólk er spurt já eða nei spurninga. Ég hef hins vegar ekki rekist á könnun þar sem spurt er hvort fólk vilji endilega að hið opinbera annist alveg öll verkefni heilbrigðiskerfisins, jafnvel þó hægt sé kaupa hluta þeirra annars staðar á hagstæðara verði. Um það stendur þó valið þegar horft er til mismunandi rekstrarforma. Ekki hvort einhverjir gróðahyggjulæknar út í bæ græði svo og svo mikla peninga eða ekki. Það þurfa allir læknar á Íslandi að uppfylla sömu kröfur um menntun, hvort sem þeir kjósa að starfa sjálfstætt eða hjá hinu opinbera. Auk þess eru líka til læknar sem frekar vilja starfa sjálfstætt. Ég veit ekki hvort við höfum sem þjóð efni á því að úthýsa læknum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki vegna þess eins að það kýs annan vinnuveitanda en hið opinbera. Ef þetta fólk finnur ekki sinn starfsvettvang hér á landi þá fer það eitthvert annað. Enda sjálfsagt fáar starfsstéttir í heiminum þar sem samkeppni um starfsfólk er jafngríðarlega hörð og þvert á öll landamæri. Nú er það ekki svo að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu hafi byrjað í gær, líkt og Domus Medica, Orkuhúsið og fleiri einkareknar stofur bera glöggt vitni um. Þar starfa vissulega margir læknar, sem einnig eru í hlutastarfi á opinberum sjúkrastofnunum, en það er samt ekki þar með sagt að þeir læknar myndu taka því með glöðu geði að vera gert það að loka þessum stofum sínum og fara í 100% starf hjá hinu opinbera. Hið sama má segja um fólk sem enn er í námi og á eftir að hefja nám í heilbrigðisgreinum. Ef því býðst ekki það starfsumhverfi sem það sjálft helst kýs, þá leitar það þess annars staðar en hér á landi. Fyrir skömmu birtust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands hafi synjað átta sérfræðilæknum um samning vegna einkarekinna stofa. Í framhaldinu birtust svo fréttir af því að þessir átta læknar auk þriggja annarra hefðu ákveðið að fara í mál við ríkið vegna þessara synjana. Ég er ekki nógu lögfróður til þess að gefa mér eitthvað um lyktir þessara mála. En mér finnst þó líklegra en ekki að þessi stífni Sjúkratrygginga Íslands, fyrir tilstuðlan heilbrigðisráðherra, verði til þess að þessir læknar kjósi þá frekar að starfa í umhverfi þar sem óskum þeirra um starfsumhverfi er betur mætt. Við eigum því að taka á móti öllum þeim með opnum örmum sem starfa vilja í heilbrigðisgeiranum hér á landi. Í stað þess að setja þeim þann stól fyrir dyrnar að hafa ekkert um sitt starfsumhverfi eða aðstæður að gera. Þá græðum við öll. Höfundur er í í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun