Tuga prósenta verðmunur á vetrardekkjum og umfelgun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. október 2017 06:00 Vetrarösin á dekkjaverkstæðum fer að bresta á en töluverðu getur munað á verði fyrir dekkjaskiptin. Vísir/Vilhelm Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Það munar 90 prósentum á hæsta og lægsta verðinu á umfelgun fyrir dæmigerðan fólksbíl og allt að 120 prósentum á verði vetrardekkja. Þetta leiddi verðathugun Fréttablaðsins hjá tíu dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Nú þegar næturfrost er víða farið að að láta á sér kræla eru margir farnir að huga að því að setja vetrardekkin undir. Fréttablaðið byggði verðathugun sína á forsendum könnunar FÍB frá því fyrir ári. Miðað er við meðalfólksbíl á álfelgum með hjóla- og dekkjastærð 205/55 R16, sem FÍB segir eina algengustu stærðina undir fólksbílum hér á landi. Valin voru 9 fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu úr umfelgunarverðkönnun ASÍ frá því í apríl síðastliðnum, en verð kannað hjá Costco að auki sem ekki hafði opnað þegar ASÍ gerði sína athugun. Mörg fyrirtæki brugðust við komu Costco á dekkjasölumarkað með verðlækkunum fyrr á þessu ári.Hafa ber í huga að ekki var lagt mat á gæði þjónustu né tegund dekkja. Aðeins var kannað verðlistaverð á því að skipta um fjögur dekk á þessum meðalbíl og síðan óskað eftir verðinu á ódýrustu tegund ónegldra vetrardekkja af áðurnefndri stærð á hverjum stað fyrir sig. Ódýrast var að láta skipta um dekk hjá fyrirtækinu Titancar á Smiðjuvegi í Kópavogi, eða 5.000 krónur sem var einnig lægsta verðið í verðkönnun ASÍ í apríl. Næstódýrastir voru Dekkverk á Nýbýlavegi í Kópavogi, með 6.400 krónur. Dýrast er að láta N1 skipta um dekkin eða 9.493 krónur. Þar var bent á að N1 korthafar fengju þó afslátt af því verði. Næstdýrastir eru Max 1, þar sem umfelgunin kostar 9.200 krónur. Hjá Costco er ekki hægt að kaupa bara umfelgun, en hún er innifalin í verði dekkjaumgangsins. Það þarf því að kaupa dekkin þar til að fá fría umfelgun. Þar fengust sömuleiðis þær upplýsingar í gærmorgun að mánaðarbið væri eftir dekkjaskiptum þar.Lægsta heildarverðið á umfelgun og nýjum vetrardekkjum reyndist vera hjá Dekkverk.vísir/jóhannaÓdýrasta umganginn af 16 tommu 205/55 ónegldum vetrardekkjum var að fá í Dekkverki þar sem fá má fjögur Goodride-vetrardekk á alls 32 þúsund krónur. Með umfelgun gera það 38.400 krónur sem reyndist lægsta heildarverðið í verðkönnuninni. Umbeðin dekkjastærð í Costco reyndist nokkuð dýr þar samanborið við ódýrustu tegund annars staðar og kostaði umgangurinn af Michelin-vetrardekkjum þar rúmar 70 þúsund krónur. Af þeim sökum var hæsta heildarverðið í Costco, þrátt fyrir að umfelgun væri innifalin. Af þessari könnun má ráða að það borgi sig sem fyrr fyrir neytendur að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í dekkjaskipti fyrir veturinn. Vert er þó að hafa í huga að dekk eru eitt mikilvægasta öryggistæki allra bifreiða og ekki mælt með að einblína á verðið þegar leggja á út fyrir þeim. Innsláttarvilla var í töflunni sem birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem sagði að heildarverð Vöku væri 51.981. Hið rétta er að heildarverð Vöku er 41.981 kr.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira