Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2017 23:19 Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. Nordicphotos/Getty Leikkonan og fyrirsætan Cara Delevingne sagði í dag frá hræðilegri reynslu sinni af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Cara birti yfirlýsingu í nokkrum hlutum í Instastory á Instagram í dag fyrir fylgjendur sína. Þar segir hún frá því að Weinstein hafi meðal annars brotið gegn henni á fundi um kvikmyndahlutverk. Cara sendi yfirlýsingu sína líka í heild sinni á Yashar Ali blaðamann hjá New York Magazine og Huffington Post sem hann deildi svo á Twitter. Delevingne lýsir nokkrum atvikum þar sem hegðun Weinstein gagnvart henni er virkilega óviðeigandi. Þegar hún var nýbyrjuð að reyna fyrir sér sem leikkona hringdi Weinstein í hana einungis til þess að spyrja hvort hún hefði nokkurn tíman sofið hjá konunum sem hún hafði sést með á myndum í fjölmiðlum. Leikkonan sem er tvíkynhneigð, svaraði ekki spurningunum en áður en hún náði að enda samtalið sagið hann: „Ef þú ert samkynhneigð eða ákveður að vera með konu, sérstaklega á almannafæri, færðu aldrei hlutverk sem gagnkynhneigð kona eða nærð velgengni sem leikkona í Hollywood.“ Valdlaus og hrædd Seinna hittust þau á fundi á hóteli ásamt leikstjóra vegna kvikmyndar og bað Weinstein hana um að vera lengur og ræða við hann. Um leið og þau voru ein byrjaði hann að tala mjög kynferðislega og montaði sig af leikkonunum sem hann hefði sofið hjá og hvaða áhrif hann hafi haft á þeirra feril. Í kjölfarið fór Weinstein með Delevingne upp á hótelherbergi sitt. „Mér fannst ég valdlaus og hrædd en vildi ekki að það myndi sjást því ég vonaði að ég hefði rangt fyrir mér um aðstæðurnar.“ Önnur kona var inni á hótelherberginu og bað Weinstein þær um að kyssast. Delevingne kom sér undan því en þegar hún reyndi að fara stóð Weinstein fyrir hurðina og reyndi að kyssa hana á varirnar. Delevingne stoppaði hann og komst úr úr herberginu. Hún fékk hlutverkið í kvikmyndinni og velti sér alltaf fyrir því hvort þetta hafi verið ástæðan. „Síðan þá hefur mér liðið hræðilega yfir því að hafa leikið í myndinni. Mér leið svo illa og fannst eins og ég hefði ekki átt hlutverkið skilið. Ég hikaði við að segja frá, ég vildi ekki særa fjölskyldu hans. Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað rangt.“ Leikkonan deildi nokkrum myndum á Instagram með texta um hræðilega hegðun Weinstein.Skjáskot Þeir sem verja hann eru hluti af vandamálinu Delevingne segir að sér líði mun betur eftir að hafa opnað sig um kynferðislegu áreitnina og stolt af því að vera í hópi þeirra hugrökku kvenna sem þora að tjá sig. Weinstein var vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company eftir ásakanir fjölda kvenna. „Ég vil að konur og stúlkur viti að það að vera áreittar, beittar ofbeldi eða nauðgað er ALDREI þeim að kenna og að tala ekki um það getur valdið meiri skaða en það að segja sannleikann.“ Hún segir að allir þeir sem verji hegðun manna eins og Weinstein séu hluti af vandamálinu og að þessir menn haldi áfram að misnota vald sitt og komist upp með það. „Þetta verður að hætta.“ Lögregla kölluð út vegna Weinstein Samkvæmt frétt á vef TMZ hringdi 22 ára dóttir Weinstein á lögreglu þegar feðginin rifust snemma í morgun á heimili hennar. Á hún að hafa sagt að hugsanlega væri hann með sjálfsvígshugsanir. Rifrildið endaði úti á götu en þegar lögregla kom á staðinn var Weinstein farinn. Remy talaði við lögreglu og sagði föður sinn ekki hafa hótað sjálfsvígi, þetta hafi eingöngu verið fjölskyldurifrildi. MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Leikkonan og fyrirsætan Cara Delevingne sagði í dag frá hræðilegri reynslu sinni af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Cara birti yfirlýsingu í nokkrum hlutum í Instastory á Instagram í dag fyrir fylgjendur sína. Þar segir hún frá því að Weinstein hafi meðal annars brotið gegn henni á fundi um kvikmyndahlutverk. Cara sendi yfirlýsingu sína líka í heild sinni á Yashar Ali blaðamann hjá New York Magazine og Huffington Post sem hann deildi svo á Twitter. Delevingne lýsir nokkrum atvikum þar sem hegðun Weinstein gagnvart henni er virkilega óviðeigandi. Þegar hún var nýbyrjuð að reyna fyrir sér sem leikkona hringdi Weinstein í hana einungis til þess að spyrja hvort hún hefði nokkurn tíman sofið hjá konunum sem hún hafði sést með á myndum í fjölmiðlum. Leikkonan sem er tvíkynhneigð, svaraði ekki spurningunum en áður en hún náði að enda samtalið sagið hann: „Ef þú ert samkynhneigð eða ákveður að vera með konu, sérstaklega á almannafæri, færðu aldrei hlutverk sem gagnkynhneigð kona eða nærð velgengni sem leikkona í Hollywood.“ Valdlaus og hrædd Seinna hittust þau á fundi á hóteli ásamt leikstjóra vegna kvikmyndar og bað Weinstein hana um að vera lengur og ræða við hann. Um leið og þau voru ein byrjaði hann að tala mjög kynferðislega og montaði sig af leikkonunum sem hann hefði sofið hjá og hvaða áhrif hann hafi haft á þeirra feril. Í kjölfarið fór Weinstein með Delevingne upp á hótelherbergi sitt. „Mér fannst ég valdlaus og hrædd en vildi ekki að það myndi sjást því ég vonaði að ég hefði rangt fyrir mér um aðstæðurnar.“ Önnur kona var inni á hótelherberginu og bað Weinstein þær um að kyssast. Delevingne kom sér undan því en þegar hún reyndi að fara stóð Weinstein fyrir hurðina og reyndi að kyssa hana á varirnar. Delevingne stoppaði hann og komst úr úr herberginu. Hún fékk hlutverkið í kvikmyndinni og velti sér alltaf fyrir því hvort þetta hafi verið ástæðan. „Síðan þá hefur mér liðið hræðilega yfir því að hafa leikið í myndinni. Mér leið svo illa og fannst eins og ég hefði ekki átt hlutverkið skilið. Ég hikaði við að segja frá, ég vildi ekki særa fjölskyldu hans. Mér leið eins og ég hefði gert eitthvað rangt.“ Leikkonan deildi nokkrum myndum á Instagram með texta um hræðilega hegðun Weinstein.Skjáskot Þeir sem verja hann eru hluti af vandamálinu Delevingne segir að sér líði mun betur eftir að hafa opnað sig um kynferðislegu áreitnina og stolt af því að vera í hópi þeirra hugrökku kvenna sem þora að tjá sig. Weinstein var vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company eftir ásakanir fjölda kvenna. „Ég vil að konur og stúlkur viti að það að vera áreittar, beittar ofbeldi eða nauðgað er ALDREI þeim að kenna og að tala ekki um það getur valdið meiri skaða en það að segja sannleikann.“ Hún segir að allir þeir sem verji hegðun manna eins og Weinstein séu hluti af vandamálinu og að þessir menn haldi áfram að misnota vald sitt og komist upp með það. „Þetta verður að hætta.“ Lögregla kölluð út vegna Weinstein Samkvæmt frétt á vef TMZ hringdi 22 ára dóttir Weinstein á lögreglu þegar feðginin rifust snemma í morgun á heimili hennar. Á hún að hafa sagt að hugsanlega væri hann með sjálfsvígshugsanir. Rifrildið endaði úti á götu en þegar lögregla kom á staðinn var Weinstein farinn. Remy talaði við lögreglu og sagði föður sinn ekki hafa hótað sjálfsvígi, þetta hafi eingöngu verið fjölskyldurifrildi.
MeToo Mál Harvey Weinstein Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53