Tía Hreiðars Levý dugði ekki til sigurs: „Hann á svo mörg líf í boltanum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 12:00 Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik liðsins á móti Stjörnunni í fimmtu umferð deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi hélt Gróttu á floti í leiknum með 23 vörðum skotum og 49 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann fékk tíu í heildareinkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. Því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs því Stjarnan vann með einu marki. Grótta er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er á botni deildarinnar. „Hann er væntanlega með næst bestu tölfræðina af öllum sem eru að spila hérna heima. Mér finnst hann eiga svo mörg líf. Hann var einhvernveginn að deyja í þessu en nú er hann kominn aftur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í þættinum á þriðjudagskvöldið. Það er svo sannarlega rétt hjá Gunnari því Hreiðar er í öðru sæti á styrkleikalista HB Statz með einkunn upp á 8,52 en efstur er Björgvin Páll Gústavsson með 9,36. Nú styttist í Evrópumótið og hlýtur Hreiðar að gera tilkall til endurkomu í landsliðið miðað við hvernig hann er að spila, eða hvað? Jóhann Gunnar Einarsson er allvega ánægður með metnaðinn í markverðinum. „Hann er byrjaður að að vinna sem fasteignasali og maður hélt að metnaðurinn væri ekki alveg í handboltanum en svo heyrði maður eitthvað viðtal og hann er alveg klár,“ sagði Jóhann Gunnar. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik liðsins á móti Stjörnunni í fimmtu umferð deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi hélt Gróttu á floti í leiknum með 23 vörðum skotum og 49 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann fékk tíu í heildareinkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. Því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs því Stjarnan vann með einu marki. Grótta er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er á botni deildarinnar. „Hann er væntanlega með næst bestu tölfræðina af öllum sem eru að spila hérna heima. Mér finnst hann eiga svo mörg líf. Hann var einhvernveginn að deyja í þessu en nú er hann kominn aftur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í þættinum á þriðjudagskvöldið. Það er svo sannarlega rétt hjá Gunnari því Hreiðar er í öðru sæti á styrkleikalista HB Statz með einkunn upp á 8,52 en efstur er Björgvin Páll Gústavsson með 9,36. Nú styttist í Evrópumótið og hlýtur Hreiðar að gera tilkall til endurkomu í landsliðið miðað við hvernig hann er að spila, eða hvað? Jóhann Gunnar Einarsson er allvega ánægður með metnaðinn í markverðinum. „Hann er byrjaður að að vinna sem fasteignasali og maður hélt að metnaðurinn væri ekki alveg í handboltanum en svo heyrði maður eitthvað viðtal og hann er alveg klár,“ sagði Jóhann Gunnar. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30